Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 7

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 7
Carlinmerki, er ekki hægt að setja á seiði undir 13,5 cm, svo vel fari, og góðar niður- stöður fást yflrleitt ekki fyrr en fiskurinn er orðinn 15 cm. Ennfremur hafa erlendar og innlendar rannsóknir sýnt, að örmerki tapast yfirleitt lítið og gefa því nokkuð rétta mynd af heimtum. Að lokum má geta þess, að merking með örmerkjum er 4 sinnum fljótvirkari en útvortismerking. Helsti ókostur örmerkjanna, með tilliti til endurheimtu, er sá, að þau sjást ekki utan á fiskinum (sem er kostur fyrir fisk- inn) og veiðimenn geta ekki skilað þeim eins og Carlinmerkjunum. Merkjunum þarf að ná úr haus laxins með sérstöku tæki. Einnig er rétt að benda á, að örmerki gefa engar upplýsingar um einstaka laxa, aðeins laxahópa, þar sem viss laxafjöldi hefur sama merkisnúmer. A Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna er það álit manna, að kostirnir séu mun meiri en gallarnir, og það er vart orðum aukið að fullyrða, að þessi merkingatækni hafi vald- ið byltingu í laxarækt í þessum heimshluta. Carlinmerkingar voru hannaðar í Svíþjóð af dr. Borje Carlin. Þær hafa reynst vel í Svíþjóð og ýmsum öðrum löndum. A Is- landi hófust slíkar merkingar um 1966. Oft hefur fengist nokkuð góð endurheimta (10%), en í öllum tilfellum hefur stærsti fiskurinn skilað mestum árangri. Lítið sem ekkert hefur því verið vitað um endur- heimtu smárra eldisseiða (10-13 cm), en velflest náttúruleg gönguseiði eru einmitt af þeirri stærð. Það var von manna, að ör- merkin mundu leysa þennan vanda og hjálpa yfirleitt til að fá sannari mynd af laxaendurheimtu á Islandi. Á íslandi eru aðallega tvær tegundir straumvatna, þar sem gönguseiðum er sleppt. Annars vegar eru laxveiðiár, þar sem seiðum er sleppt sem viðbót við nátt- úrlega framleiðslu til að auka göngur í ána. Þetta getur haft mikla þýðingu þar sem um takmarkaða laxveiði er að ræða og sleppingin getur bætt verulega við veiðina. Hin tegundin eru kaldar og framleiðslu- snauðar ár, sem annað hvort eru snjóbráð úr fjöllum eða lindarvatn, sem runnið hef- ur stuttan spöl. Þar sem vitað er, að laxar koma ætíð aftur á þann stað, þar sem seið- unum er sleppt, eru möguleikar á því að sleppa seiðum árlega í slíka á og veiða við endurkomu í gildrur eða á stöng. Þar sem hver lax er nálega tvöfalt verðmeiri, þegar hann er veiddur á stöng en í gildru, þá er stangaveiði mun arðbærari, ef hægt er að veiða rúmlega helming þeirra laxa, sem til baka koma. Ef endurheimta í slíkar ár er góð, er hægt að hugsa sér þess háttar laxa- búskap sem aukabúgrein fyrir þá bændur, sem ána eiga. Tilraunir með slíkan laxa- búskap eru í bígerð hjá Veiðimálastofnun. Síðastliðin 10 ár hafa merkinga- og sleppi- tilraunir verið framkvæmdar í Laxeldis- stöðinni í Kollafirði með góðum árangri. Nokkuð hefur verið merkt af seiðum, sem farið hafa í aðrar ár. Niðurstöður þeirra tilrauna hafa yfirleitt verið neikvæðar. Fyrir því liggja ýmsar ástæður, og má þar nefna skort á eftirtekt og skilvísi hjá veiði- mönnum, misgóð seiði og óheppilegar sleppiaðferðir. Algengasta sleppiaðferðin á íslandi hef- ur verið sú að sleppa gönguseiðum beint í ána af flutningabíl. Grunur hefur legið á, að þessi sleppiaðferð sé ekki heppileg, þar sem seiðin fá ekki að jafna sig eftir flutn- inginn og dvelja ef til vill ekki nógu lengi í ánni til að þekkja hana aftur. Á hinn bóg- inn má reikna með, að sleppitjörn á ár- bakkanum, þar sem seiðunum væri gefið í 2-4 vikur, mundi auka endurheimtu veru- lega. VEIÐIMAÐURINN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.