Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 5
bundið, að ekki þyrfti um það að rceða hverju
sinni. Þeir hittust á tilteknum stað og stundu
og óku úr hlaði. Nú hefur mér verið
sagt að fyrir aldurs sakir sé Guðjón farinn
að hafa hcegt um sig og Guðmundur er
ekki lengur háður almanakinu, en aðrir,
ungir og áhugasamir veiðimenn, haldi uppi
merkinu.
Um eða rétt eftir páskana bárust fréttir
um að lóan vceri komin og það telja menn
oftast vita á gott, einkanlega komi
hún ekki mjög snemma. Þá kemur vorhugur í
fólkið. Einhver var að tala um það um svipað
leyti, að komin vceri vorlykt í loftið.
Það má oft sjá á svip fólks ogfasiþegar það
heldur að vorið sé að koma, en þar fara
nú veðurguðirnir ekki alltaf eftir
almanakinu, eins og við vitum. En þegar
sumardagurinn fyrsti rennur upp, þá segjum
við að komið sé sumar, hvað sem tautar
og raular. Lengi þóttust menn geta ráðið
nokkuð í það af komu farfuglanna, hvernig
sumariðyrði, en sennilega eruþau,,vísindi“
nú á undanhaldi eins og svo margt annað
í þjóðtrúnni.
Ekki hef ég rekizt í gömlum frceðum á
neinar beinar spár um göngur lax og
silungs. Mcetti þó cetla að það búsílag hafi
skipt talsvert miklu máli fyrir marga, enda
sumstaðar í fornsögunum farið um það
orðum, sem styðja þá skoðun, að landnáms-
mönnum hafi þótt hlunnindi mikil aðgóðum
veiðiám í landnámi sínu. Ingólfur
leit Elliðaárnar hýru auga þegar hann
sá þcer í fyrsta sinn fullar af laxi og nytjaði
þcer að sjálfsögðu. Svo gerði einnig Skalla-
Grímur. Hann ,,hafði og menn sína uppi við
laxárnar til veiða“, eins og frá er sagt
í Egils sögu. Skemmtileg er frásögnin íEgils
sögu af könnunarferð Skalla-Gríms um
Borgarfjörð, en þar segir m. a. á þessa leið:
,,Skalla-Grímur kannaði land upp um
hérað, fór fyrst inn með Borgarfirði, til
þess erfjörðinn þraut, en síðan með ánnifyrir
vestan, er hann kallaði Hvítá, því að
þeir förunautar höfðu eigi séð fyrr vötn þau,
er úr jöklum höfðu fallið. Þótti þeim
áin undarlega lit. Þeir fóru upp með Hvítá,
til þess er sú á varð fyrir þeim, er féll
af norðri frá fjöllum. Þá kölluðu þeir
Norðurá, og fóru upp með þeirri á, til þess er
enn varð á fyrir þeim og var það lítið vatns-
fall. Fóru þeir yfir á þá og enn upp
með Norðurá, sáu þá brátt, hvar hin litla áin
féll úr gljúfrum, og kölluðu þá Gljúfurá.
Síðan fóru þeir yfir Norðurá og fóru aftur
enn til Hvítár og upp með henni. Varð
þá enn brátt á, sú er þvers varð, fyrir þeim og
féll í Hvítá. Þá kölluðu þeir Þverá.
Þeir urðu þess varir, að þar var hvert vatn
fullt af fiskum. Síðan fóru þeir út aftur
til Borgar“.
Mikill snillingur hefur sá verið, sem þessa
frásögn skráði, enda verið fcerð að því
rök, að sá muni enginn annarr verið hafa en
sjálfur meistarinn Snorri Sturluson. Þarna
er ekki verið að eyða orðum í óhófi,
en öllu sem segja þarf komið til skila. Þeir
sem kunnugir eru á þessum slóðum
geta fylgt Skalla-Grími og förunautum
hans í huganum á þessari ferð, og jafnvel
aðrir líka. Svo skýrt er myndin dregin. Og
skyldi ekki margur stangveiðimaðurinn
hafa fengið kipp í hjartað, ef hann hefði
átt leið um hérað þar sem hvert vatn varfullt
af fiskum? En svo er stangveiði- og öðrum
rcektunarmönnum fyrir að þakka, að
þessi vötn og mörg önnur víða um land eru
með hverju árinu sem líður að fyllast
affiskum, á sama tíma oglaxveiðiám hrakar
víðasthvar annars staðar við Atlantshafið.
Við megum því horfa vonglöðum augum
til komandi sumars, ef verðurguðirnir
verða okkur ekki alltof óvinsamlegir.
Ritstj.
VEIÐIMAÐURINN
3