Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 20
Pétur Guðmundsson Nokkrar leiðbeiningar um val á flugulínum Þýtt og endursagt Öllum þeim, sem ánægju hafa af því að veiða á flugu, er ljós þýðing þess að tækja- búnaður sé eins og best verður á kosið. Þetta á ekki einungis við um stöng og línu, heldur jafnframt að búnaðurinn henti aðstæðum við veiðivatnið, fisktegund og stærð. Þegar öllu er á botninn hvolft, skiftir þó e.t.v. mestu máli að flugulínan sé rétt valin. Það er eftirtektarvert, hvað það vefst fyrir ótrúlega mörgum stangveiðimönnum að velja sér línu af hæfilegri þyngd fyrir stöngina. Vegna þessa er eftirfarandi leiðbeiningum komið á framfæri. Flugulínur eru merktar af framleiðanda eftir ákveðnu kerfi (AFTM), sem samtök framleiðenda hafa komið sér saman um. Línumar eru merktar með númerum, og eru algengustu númer frá 5-12. Númerið táknar gildleika línunnar og þyngd, þ.e.a.s. þyngd fremsta hluta hennar, nánar tiltekið fyrstu tíu metranna. Algengast er að veitt sé á flugu á bilinu 10-15 m. frá landi og nær. Þess vegna varð 10 m. lengdin fyrir valinu. Þetta kerfi er spor í rétta átt, enda þótt það veiti ekki tæmandi upplýsingar um notagildi lín- unnar. Flugustöng vinnur best við ákveðna þyngd línu fyrir utan topplykkju. Þessi kjörþyngd getur átt við mismunandi langar línur og misjafnlega þungar. Tökum t.d. flugustöng gerða fyrir línu nr. 7 (AFTM7), en lína nr. 7 er ein sú allra algengasta. Táknmálið (AFTM7) þýðir einfaldlega að umrædd stöng hentar best til að kasta línu nr. 7 allt að tíu metra. Táknið greinir hins vegar ekki frá því, að þessi sama stöng hentar t.a.m. alveg eins vel til að kasta sex metra, með línu nr. 8 og fimmtán metra, með línu nr. 6. Til að útskýra þetta enn frekar, þá eru sex metrar af línu nr. 8 jafnþungir og tíu metrar af línu nr. 7. Sama máli gegnir með fimmtán metra af línu nr. 6. Þegar ofanritað er haft í huga, er auðsætt að val flugulínu verður að miða við staðhætti við veiðivatn og nauðsynlega kastlengd. Rétt er að geta þess, að auglýsingar um línustærð (AFTM) eru annað hvort þrykktar á veiðistöngina eða fylgja með henni. Ennfremur er hægt að fá stangir þungaprófaðar í öllum betri sportvöru- verslunum, til að ganga úr skugga um rétt línunúmer. Þá er að geta þess, að línumerking á stöng á við flugulínu, sem er sverust í miðju og mjókkar jafnt og þétt til beggja enda (double-taper, skammstafað DT). Niðurstaðan af þessum vangaveltum er 18 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.