Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 17

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 17
Grímseyjarlaxinn Af hreistrinu las veiðimálastjóri eftir- farandi æviatriði: Laxinn var 10 vetra gamall. Honum hafði verið gotið sem hrogni haustið 1946. Seiðið hafði verið í ánni sinni í 4 vetur, 1947 - 1951, en gengið til sjávar þá um vorið, um 16 sm. langt. Sumarið 1953 hafði laxinn gengið í ána sína í fyrsta skipti til að hrygna, þá um 80 sm. langur, og sumarið 1955 hafði hann gengið öðru sinni til hrygningar, þá um 120 sm. að lengd. Hann var svo veiddur í apríl 1957 sem áður sagði. Menn gátu sér þess til, að Laxá í Aðaldal væri heimaá Grímseyjarlaxins, þótt auðvitað væri ekkert hægt um það að fullyrða. Hann er nú geymdur, listilega uppstoppaður, í húsnæði Veiðimálastofn- unarinnar. Þá sjáum við hér mynd af næststærsta laxinum. Það var hinn 16. maí 1975, að skipverjar á bátnum Goða frá Keflavík fengu hann í þorskanet út af Eldeyjarboða. Þetta var 42 punda hængur, 116 sm. á lengd og 63 sm. að mesta ummáli. Frá því laxinn kom úr sjó og þar til hann var veginn liðu 20 klst., svo að hann hefur verið búinn að léttast nokkuð, þegar hann komst á vigtina, sem reyndar var baðvigt! Og þegar meðfylgjandi mynd var tekin, hafði laxinn verið í frysti í 7 mánuði, og var þá eðlilega ekki orðinn nema svipur hjá sjón. Það var mikill kraftur í laxinum, þegar átti að innbyrða hann, og tókst honum að rífa sig úr netinu, en skipverjum tókst að ná honum með goggi áður en hann hvarf í djúpið. Athuganir veiðimálastjóra sýndu, að laxinn var 6 vetra, hafði verið 3 vetur í fersku vatni og 3 í sjó, og hafði aldrei í ána sína komið frá því að hann gekk til sjávar sem seiði. Helzt voru menn á því, að Eldeyjarlaxinn hefði verið á leið í vatna- VEIÐIMAÐURINN 15

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.