Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 32
auk margra annarra góðra veiðihúsa við
helstu laxveiðiárnar í kjördæminu.
Fiskræktin.
Unnið hefur verið um langt árabil að físk-
rækt á Vesturlandi, enda hófst félagsleg
starfsemi á sviði veiðimála þar jafnskjótt
og löggjöf kom um þetta efni. Þá hófst sér-
stakt veiðieftirlit fyrst hér á landi í Borgar-
fírði árið 1934 og hefur það verið allt frá
þeim tíma til þessa dags. Fyrsta veiði-
félagið á svæðinu var stofnað árið 1934 við
Laxá í Leirársveit og tveimur árum síðar
kom til sögunnar veiðifélag um Laxá í
Dölum og sama ár mynduðu eigendur við
Reykjadalsá sín samtök. Fiskræktarfélag
Hvítár var stofnað 1937, en félagið tók til
Hvítár og þveráa hennar. Fiskiræktar-
félagið stóð fyrir klakstarfsemi lengi að
Hvassafelli í Norðurárdal. Síðar leysti
Veiðifélag Borgarfjarðar fískræktarfélagið
af hólmi.
Margir flskvegir.
Beitt hefur verið öllum þekktum fískrækt-
araðferðum, svo sem sleppingu seiða af
ýmsum stærðum, fiskvegagerð, lagfæringu
árfarvega, vatnsmiðlun og veiðieftirliti,
eins og áður var vikið að. Að fískvegagerð
hefur verið unnið víða og má í því efni
minnast á fossa þar sem fiskvegur (laxa-
stigi) hefur verið gerður, eða unnið er að
fiskvegagerð: Eyrarfoss í Laxá í Leirár-
sveit, Laxfoss í Norðurá, Skuggafoss og
Sveðjufoss í Langá, Foss í Álftá, Kattar-
foss í Hítará, foss í Fróðá, Gullfoss í Laxá í
Hvammsveit, Gullbrárfoss í Flekkudalsá,
tveir fossar í Búðardalsá, foss í Fagradalsá,
Dalfoss í Straumfjarðará og foss í Svína-
fossá á Skógarströnd auk ýmissa lagfær-
inga í ýmsum ám til að bæta gönguskilyrði
fyrir fískinn. Þá hafa vatnsmiðlunarstíflur
verið byggðar í útrennsli bæði Langavatns
og Hítarvatns. Til nánari fróðleiks má
geta þess, að stíflan í útrennsli Langavatns
kemur einnig Gljúfurá til góða, en hún er
kvísl úr Langá, er greinist úr henni um það
bil 4 km vegalengd frá vatninu, en Glj úfur-
á fellur í Norðurá, er síðar sameinast
Hvítá, sem kunnugt er. Er þetta einkenni-
leg tilhögun náttúrunnar.
Heimildir:
1. Veiðimálastofnunin: Veiðivatna-
skráin o.fl.
2. Orkustofnun: Vatnasvið íslands,
Skrá um mæld stöðuvötn
Laxveiði á vatnasvæði Hvítár í Borgarfírði
1946 - 1977
Fjöldi laxa: 1946 1947 1948 1949 1950 1951 1952 1953
Netjaveiði 2480 5567 5145 3032 2865 4359 4051 3505
% 64 75 64 60 65 65 56 67
Stangaveiði 1369 1827 2850 2055 1522 2326 3215 1701
% 36 25 36 40 35 35 44 33
Samtals 3849 7394 7995 5087 4387 6685 7266 5206
30
VEIÐIMAÐURINN