Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 28
Pétur Guðmundsson
Reynslan er ólygnust
Þýtt og endursagt
Um þessar mundir eru liðin um 20 ár,
síðan ég tók upp á þeirri sérvisku, að færa
veiðidagbækur. Ástæðan fyrir þessu til-
tæki var sú, að ég hafði fullan hug á því
að kanna orsakir þess, að mér heppnaðist
ekki að landa nema á að giska 60% þeirra
laxa, sem tóku spón hjá mér, og ekki nema
40-50% þeirra sem tóku flugu. Úr þessu
vildi ég endilega bæta.
Það kostar að sjálfsögðu talsverða fyrir-
höfn að skrá nákvæma dagbók um árangur
hverrar veiðiferðar. Engu að síður er það
viðurkennd staðreynd, að betra er að
treysta á bókfærðar heimildir en minnið,
sem er meira og minna gloppótt þegar rifja
skal upp liðin atvik. Þegar þannig stendur
á, koma dagbækur að góðum notum.
í veiðidagbækurnar skráset ég hverja
einstaka veiðiaðferð sérstaklega. Eitt af
því, sem ég legg mikið upp úr, er að skrá
hversu oft ég verð var. Þetta atriði
sundurliða ég á eftirfarandi hátt:
a. fiski landað
b. gimi eða lína slitnaði
c. öngull losnaði
d. nartað
Nart merkir að fiskur hafi verið á innan
við eina sekúndu (það skal tekið fram, að
þótt nákvæmur sé, nota ég ekki skeið-
klukku til tímamælinga í þessu tilfelli).
Mér er það fyllilega ljóst, að oft er
ekkert við því að gera þó maður missi fisk,
og ástæðulaust að ásaka sjálfan sig. En ég
er handviss um það, að lærdómur sá, sem
ég hef dregið af gagnasöfnun minni, hefur
orðið til þess að ég landa. nú hlutfallslega
fleiri fiskum en áður.
Það fyrsta sem ég lærði af dagbókunum
var að hætta að nota einkrækjur. Þeirra í
stað nota ég nú eingöngu tvíkrækjur.
Stuttar tvíkrækjur frá HARDY hafa
reynst mér vel, en þó tek ég „Low-water“
tvíkrækjur fram yfir þær. Að mínu mati
þarf að klæða legg „Low-water“ flug-
unnar að beygju önglanna. Þá hef ég lítils
háttar reynt flugur hnýttar á þríkrækjur. I
fljótu bragði virðast mér þær hafa enn
betra hald en tvíkrækjurnar. Þrátt fyrir
það nota ég sjaldan þríkrækjur, vegna þess
að ég tel þær ekki eins veiðnar og hinar.
Nýlega steig ég annað framfaraspor. Eg
er farinn að hlíta ráðleggingum A.H.
26
VEIÐIMAÐURINN