Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 49

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 49
FISHING Tn Tryttm. £. Cum FISHING: THE COMPLETE BOOK THE COMPLETE BOOK 2J00 lllustmtlons In ColourAnd Black And U'hiie Fyrir skömmu átti ég sem oftar, leið fram hjá bókabúðinni Snæbjörn Jónsson & Co. h.f. við Hafnarstræti og staldraði þar við gluggann, eins og mér er tamt. Sá ég þá bók eina stóra og forvitnilega, sem vakti strax svo mikinn áhuga hjá mér, að ég fór inn og fékk að skoða hana. Þegar ég hafði rennt augum yfir efnisskrá bókar- innar og flett henni lauslega, var ég búinn að sjá nóg til þess, að ég ákvað að eignast hana, og úr því hefur nú orðið. Heiti hennar og fremri kápusíða er í mjög smækkaðri mynd hér að ofan, og hún stendur fullkomlega undir nafni. Ég held að þarna sé saman kominn meiri fróðleikur um fiska, lífsháttu þeirra, eðli umhverfi og lífsskilyrði, en ég hef séð í nokkurri annarri bók, enda er hún, eins og að framan greinir, í mjög stóru broti og yfir 400 blaðsíður. Þar eru og lýsingar á sköpulagi fiska bæði í máli og myndum, líffærum, þefskyni þeirra, sjón, heyrn, æti o.m.fl. í bókinni eru 2500 myndir, þar af 600 af fiskum og 200 af þeim í litum, frábærlega skýrar og vel gerðar. Þá er þar að finna leiðbeiningar um veiði- aðferðir í ám, vötnum og sjó, þ.e. allar tegundir sportveiði í fersku vatni og söltu. Einnig eru þar ábendingar um val veiði- tækja og notkun eftir aðstæðum, svo sem straumlagi, veðri og hitastigi og líka tilsögn í kasttækni, fluguhnýtingu o.m.fl. Allt er þetta líka skýrt með ágætum mynd- um. Saga sportveiðinnar er rakin þama allt frá því sem elstu heimildir greina og undanfari hennar, sem minjar hafa fundist um frá forsögulegum tímum, þegar menn veiddu fisk sér til lífsviðurværis með frumstæðum tækjum eða jafnvel berum höndum, eins og Indíánar gerðu. Allur frágangur bókarinnar er til fyrir- myndar, enda heimsþekkt forlag fyrir vandvirkni og smekkvísi, sem gefur hana út. Hún er því kjörin tækifærisgjöf handa veiðimönnum. Hún kostar nú kr. 9.500.-, en næsta sending mun hækka upp í kr. 12.000.-. Það er ekki hátt verð, miðað við stærð og innihald þessarar ágætu bókar. Hún er hafsjór af fróðleik. V.M. VEIÐIMAÐURINN 47

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.