Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 5
TT
SVFR
Veiðimaðurinn
Málgagn stangveiðimanna
42. árg. Nr. 122
Desember 1986
Ritstjórar: Víglundur Möller og Magnús Ólafsson
Uppsetning og útlit: Magnús Ólafsson og Rafn Hafnfjörð
Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur
Afgreiðsla: Háaleitisbraut 68, 105 Reykjavik, sími 68 6050
Kemur út í apríl, ágúst og desember
Eftirprentun: Aðeins með leyfi útgefanda
Litgreining: Prentmyndastofan
Filmuvinna: Prentþjónustan
Setning og prentun kápu: LITBRÁ-offset
Prentun innihalds: Umbúðamiðstöðin
Verð: Kr. 170
Heilabrot
í skammdeginu
Sumarið 1986 er liðið, vetur genginn í garð
og skammdegismyrkrið scekir á með
hverjum deginum sem líður. Þetta sumar fcer
góðan vitnisburð hjá veðurfrceðingum og
landsmönnum yfirleitt. Það byrjaði að sönnu
með nokkrum kalsa, en úr því rcettist
fljótlega, og góða hlýindakafla fengu menn í
öllum landshlutum, hvort sem þeir komu nú
alls staðar á þeim tíma, sem þeirra var helzt
óskað. Þar hefur íslenzkum náttúruöflum
löngum reynzt erfitt að gera öllum til
hcefis, en segja mcetti mér að þau hefðu gert
bezt við þá á Norðausturlandi, eins og oft
endrancer.
Ekki brugðust spár fiskifrceðinganna
um laxagöngurnar þetta sumarið, frekar en
endrancer, er óhcett að segja, því að þeir
reynast jafnan sannspáir í þessu efni. Og
eftir því sem mér hefur skilizt gera þeir ráð
fyrir góðum laxheimtum a. m. k. tvö næstu
sumur, og er það okkur stangveiðimönnum
mikið tilhlökkunarefni. En ekki veit
ég hverju veðurfrceðingarnir treysta sér til
að spá um tíðarfarið svo langt fram í tímann.
Þar getur, eins og við vitum, margt gerzt,
sem erfitt er að sjá fyrir. Og veðráttan hefur
sem kunnugt er alltaf mikil áhrif á veiði
bceði í sjó og vötnum. Það er t. d. talið víst,
að þurrkarnir hér suðvestanlands s. I. sumar
hafi valdið því, að minna veiddist í sumum
ánum en efni stóðu til sökum þess, hve
vatnslitlar þcer voru. Sjávarhitinn hefur
einnig sitt að segja. Við eigum ekki víst að
hann verði eins hár og hann var í sumar.
Eitthvað minnir mig að ég hafi heyrt um að
búast megi við að sjór fari heldur kólnandi
ncestu árin. A tuskilyrði laxins í hafinu geta
líka verið breytileg og haft sín áhrif
ásamt tíðarfarinu, á vöxt laxins og hvernig
hann skilar sér upp í árnar.
Þrátt fyrir stórauknar vísindalegar
rannsóknir er enn margt á huldu um líflaxins
3
VEIÐIMAÐURINN