Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Side 13

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Side 13
Arni Isaksson Hugsanleg áhrif eldisfisks á náttúru legan laxastofn Inngangur Eins og kunnugt er hefur fiskeldi hér á landi vaxið hröðum skrefum á undan- förnum þrem árum. Seiðaeldi er enn sem áður í mestum vexti. Einnig er veruleg aukning í eldi á laxi í fulla stærð, bæði í landstöðvum og eldiskvíum í sjó. Sömu sögu er að segja af hafbeit. Er svo komið að þriðji hver lax sem kemur á land er úr hafbeit. I Ijósi þessarar miklu aukningar er von að menn spyrji, hvort villtir laxastofnar hér á landi séu í hættu vegna þessarar þróunar. Vitað er að lax, sem alinn er í sjókvíum, sleppur oft út og leitar þá sennilega í nærliggjandi ár til hrygningar. Hafbeitar- lax getur einnig villst í ýmsar ár í nágrenni hafbeitarstöðva og blandað blóði við þann stofn sem fyrir er. Meginhættan sem þessu fylgir er því hugsanleg erfðamengun eða smit vegna sjúkdóma, en þeir eru algengari hjá laxi við eldisaðstæður. Astand í öðrum löndum Ekki er óeðlilegt að líta til nágranna- þjóða okkar og sjá hvernig þeim hefur tekist að fóta sig á hinum gullna meðalvegi milli framþróunar og íhaldssemi. Senni- Arni ísaksson var skipaður veiðimálastjóri 1. júní s. I. Hann hefur starfað á Veiðimála- stofnuninni frá 1970, er hann lauk masters- prófi í fiskifraði við Washington-háskóla í Seattle í Bandaríkjunum. Hann hefur verið framkvœmdastjóri Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði frá 1. júlí 1984. Hann hefur skrifað margar greinar um Iaxeldis- mál í hlöð og tímarit og hafa nokkrar þeirra birzt í Veiðimanninum. Meðfylgjandi grein er byggð á erindi sem Arni flutti á aðal- fundi L.S. í október s.l. VEIÐIMAÐURINN 11

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.