Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 22

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 22
við ekki verða eftirbátar annarra í þeim efnum. Það er því vel til fundið að ýta nú úr vör og hefja róðurinn fyrir þessari þörfu viðvörun með aðalefni þessa fundar að leiðarljósi, sem ber yfirskriftina: „Hugs- anleg áhrif eldisfiska á náttúrulega stofna. “ Munu þeir Arni Isaksson veiðimála- stjóri og Logi Jónsson lífeðlisfræðingur flytja hér framsöguerindi og fundarmönn- um gefast kostur á því að leggja þar orð í belg. Eg efast ekki um það, að á þessum fundi muni margt fróðlegt koma fram um það grundvallaratriði stangveiðinnar, að okkur takist að viðhalda og jafnvel efla fisk- stofna í ám og vötnum landsins, okkur sjálfum og ekki síður afkomendum okkar til aukinnar farsældar og lífsfyllingar. Eg vona að umræður allar verði mál- efnalegar, gagnlegar og heiðarlegar. 36. aðalfundur Landssambands stang- arveiðifélaga er settur. Skýrsla formanns Því næst flutti varaformaður skýrslu Gylfa Pálssonar um störf stjórnar L.S. á liðnu starfsári, og fara hér á eftir nokkrir kaflar úr henni, en ýmsu sleppt, m.a. greinargerð um Veiðimannaráðstefnu L.S. og Veiðidag fjölskyldunnar, sem áður hef- ur verið getið hér í blaðinu: Góðir félagar og gestir. A fyrsta fundi stjórnar L.S. skiptu stjórnarmenn með sér verkum. Formaður er Gylfi Pálsson, varaformaður Rafn Hafnfjörð, ritari Rósar Eggertsson, gjald- keri Hjörleifur Gunnarsson og meðstjórn- andi Sigurður Pálsson. Varamenn eru Garðar Þórhallsson, Matthías Einarsson og Sigurður Sveinsson. Stjórnin hélt 16 bókaða fundi auk óformlegra vinnufunda. Tillögu sem kom fram á aðalfundinum frá Stangveiðifélagi Hafnarfjarðar, þar 20 sem varað var við mengunarhættu af fiski- eldi í vötnum sem þegar er veiði í, var send hlutaðeigandi aðilum sem eru land- búnaðarráðherra, veiðimálastjóri, veiði- málanefnd, náttúruverndarráð, L.V., L.F.H. og formenn allra þingflokka og virtust þeir sem við var rætt sammála um að slík aðgerð væri varhugaverð og óráðleg. 18. nóvember var sameiginlegur fundur með stjórn L. V. og síðar um daginn veiði- málastjóra og ýmissa starfsmanna hans. Við veiðiréttareigendur var eins og venju- lega rætt um verð veiðileyfa og sýndist sitt hverjum og kom fram hjá stjórnarmönnum L.V. að þeirra væri rétturinn og valdið að ráðstafa búhlunnindum sínum að vild og í rauninni væru stangveiðifélögin ónauð- synlegur milliliður eins og einn þeirra komst að orði. Meira væri upp úr útlend- ingum að hafa en landanum og að því leyti væru þeir eftirsóknarverðari viðskiptavin- ir, þótt áður hafi þeir látið að því liggja að innlendir veiðimenn væru hinn tryggi kjarni. Ljóst er að margir veiðiréttareig- endur við hinar eftirsóttari ár reka veiði- leyfasölu sem hörð viðskipti frá ári til árs þótt aðrir fari varlegar í sakirnar og með meiri fyrirhyggju. Ræddar voru nýlegar fregnir um að merktur lax frá Islandi hefði veiðst við Grænland og Færeyjar. Þarna var um að ræða fiska úr Selá og Vesturdalsá í Vopna- fírði, og Miðfjarðará. Ennfremur var rætt um úthafsveiðar almennt og hugsanlega hættu af aukinni hafbeit með tilliti til erfð- amengunar. Starfsmenn Veiðimálastofn- unar sýndu kvikmynd um þverrandi veiði í skoskum ám, „Salmon in a Sea of Trou- ble“. í kjölfar þessa fundar var send út sam- eiginleg ályktun L.S., L.V. og Landssam- bands fiskeldis- og hafbeitarstöðva þar sem segir að þessi sambönd skori á ríkis- VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.