Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 27

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 27
Stjórn L.S., f.v. Matthías Einarsson, Akureyri, Sigurður Sveinsson, Selfossi, Hjörleifur Gunnarsson, Hafnarfirði, Rósar Eggertsson, Reykjavík, Rafn Hafnfjörð, Reykjavík, formaður, Sigurður Pálsson, Keflavík og Sigurður Bjarnason, Reykjavtk. A myndina vantar Garðar Þórhallsson, Reykjavík. Ljósm. MÓ. Einnig vil ég þakka öllum stjórnar- mönnum og varamönnum fyrir mjög gott og ánægjulegt samstarf á liðnu starfsári,- þar hefur aldrei borið á skugga. Þótt hér standi nú nýr formaður í stafni, þá er þess nú ekki að vænta að nein stökk- breyting verði á starfsemi L.S. Eg kem ef til vill með að segja hér að ári eins og flestir þeir fulltrúar er fluttu hér fréttir frá sínum félögum - „starfið var með hefðbundnum hætti“. Þó munum við sjálfsagt halda áfram á þeirri braut, sem þegar hefur verið mörk- uð, en það er að kynna stangveiðina sem íþrótt en ekki sem atvinnu. Ég mun einnig beita mér fyrir því að fmna L.S. einhvern annan fastan tekju- stofn en árgjöld félaganna, sem hvergi nærri hrökkva fyrir föstum útgjöldum s.s. þátttöku okkar i NSU, húsaleigu, örfáum ferðum til aðildarfélaganna og einhverju prentverki. Kemur þá fyrst upp í hugann útgáfa veiðikorta sem allir stangveiðimenn, bæði innlendir og erlendir, þyrftu að bera á sér, til þess að fá keypt veiðileyfi. Þetta er ekki fullmótað í mínum huga, en ætti að vera auðvelt í framkvæmd, því mér skilst að slík veiðikort séu viðhöfð í öllum okkar nágrannaríkjum og jafnvel í Banda- ríkjunum. En ekki get ég dulið áhyggjur mínar af stangveiðifélögunum, því heyrst hafa þær raddir, frá nokkrum veiðiréttareigendum, og sá hópur fer stækkandi, að stangveiði- félögin séu þeim óþörf. Það er ætlast til þess af okkur að við í raun búum til veiðimenn, með því gífur- lega félagsstarfi sem stangveiðifélögin standa fyrir, s.s. með kennslu í meðferð VEIÐIMAÐURINN 25

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.