Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Side 41

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Side 41
Björn Jóhannesson Um „laxalykt“ Þegar ég, ásamt félögum mínum, málara- meisturunum Marinó og Kristni Guð- mundssonum, vann að tilraun með flutn- ing á bleiklaxi frá Alaska til Islands á árun- um 1965 og 19661 , gengum við frá til- raunapolli í Straumsvíkurlónum, þar sem seiðum var haldið þar til þeim var sleppt til sjávar. í mynni Pollsins var komið fyrir gildru, þannig að laxinn gat gengið í Poll- inn, en komst ekki þaðan út. Athuganir okkar höfðu sýnt, að laxa- seiði silfruðust eða smoltuðu í 4°C jafn- heitu vatni þessa tilraunapolls og gengu til sjávar2. Af ástæðum, sem ekki verða rakt- ar hér, var það fyrst sumarið 1980, að um 100 sjógönguseiðum var sleppt úr körfu í tilraunapollinum þann 15. júní, eftir 55 daga dvöl í körfunni. Mér var kunnugt um tilgátu norska vísindamannsins Nordeng, sem í megin- atriðum boðar, að laxar gangi ekki í fersk- vatn nema þar séu fyrir laxaseiði, er gefa frá sér svokallaða „pheromones11. A al- þýðlegu máli er talað um að laxinn gefi frá sér eða skapi „laxalykt“. Vegna þessarar tilgátu komum við fé- lagarnir fyrir sömu körfunni sumarið 1981 í tilraunapollinum og héldum í henni um 50 laxaseiðum sumarlangt. Hér um bil öll þessi seiði lifðu af án fóðurs í 84 daga í hinu kalda vatni. Og 6. september 1981 skilaði sér 4 Zi punds hrygna í tilrauna- pollinn og lagðist í skugga körfunnar3. Raunar vissum við þá ekki hvort hrygnan myndi hafa gengið í Pollinn, hefðu þar ekki verið fyrir laxaseiði. En neðangreind- Dr. Björn Jóhannesson er verkfraðingur og jarðvegsfraðingur. Hann hefur skrifað greinar um Atlantshafslaxinn í blöð og tímarit, m.a. Veiðimanninn, sem birtir hér tvar greinar, sem Björn hefur sent blaðinu. í bréfi til ritstjóra, sem fylgdi fyrri grein- inni, segir Björn m.a.:,,... égerþess nasta viss, að hvergi í löndunum við norðanvert Atlantshaf séu til staðar svo ótrúlega góðar aðstaður til að kanna sannleiksgildi,,laxa- lyktar“-kenningar Nordeng og í Straums- vík. Auk þess munu naumast hafa skapast annars staðar svo fyrirhafnarlitlar og kostnaðarlausar, ncestum sjálfgerðar, að- stceður til að kanna sannleiksgildi þessarar kenningar“. VEIÐIMAÐURINN 39

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.