Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 48

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 48
mettaður í Evrópu. Það er athyglisvert, að frystur Kyrrahafslax (einkum coho eða silfurlax) berst í talsverðum mæli á Evrópumarkað. Þannig flytja Frakkar - mesta laxneysluþjóð Evrópu - inn um 20.000 tonn af Kyrrahafslaxi á ári, en um 5.000 tonn af norskum eldislaxi. Eru Frakkar stærstu viðskiptavinir Norð- manna á þessu sviði. Kyrrahafslaxinn er eflaust talsvert ódýrari en norski laxinn, en er talinn ágætt hráefni og hið mesta lost- æti eftir hæfílega franska matreiðslumeð- ferð. I Bandaríkjunum hefur markaður fyrir ferskan lax farið nokkuð ört vaxandi, en vegna lækkunar dollarans miðað við Evrópugjaldmiðla er þessi markaður ekki eins hagstæður fyrir Evrópu og hann var fyrir um ári síðan. Samkeppni fer þar harðnandi vegna aukins framboðs á fersk- um laxi framleiddum í Kanada, Chile, Japan, og væntanlega einnig frá Færeyjum og Shetlandseyjum, til viðbótar tiltölulega miklum norskum innflutningi. Markaður- inn í Bandaríkjunum heldur eflaust áfram að vaxa, en verð í dollurum mun jafnframt fara lækkandi vegna aukins framboðs. Þeir sem besta hafa framleiðslu- og flutn- ingsaðstöðu verða ráðandi á þessum mark- aði, en hinir sem verr eru settir heltast úr lestinni. Ég tel einsætt, að Islendingar muni aldrei ná umtalsverðri fótfestu á erlendum laxamörkuðum þar til þeir geta boðið fram mikið magn af fyrsta flokks frystum haf- beitarlaxi, enda verði þá verð hans hag- stceðara en á öðrnm laxi. Vegna yfirburða- aðstöðu af náttúrunnar hálfu fyrir fram- leiðslu sjógönguseiða og hagstæðrar lax- veiðilöggjafar á Islandi er ástæða til bjart- sýni um þróun þessa sérsviðs laxafram- leiðslu. Þó mun slík þróun að hluta til háð því, að tekið verði að mestu eða öllu leyti fyrir laxveiðar Færeyinga og Grænlend- inga á úthafí. Mér sýnist borin von, að Islendingar muni nokkurn tíma verða samkeppnis- færir um matfiskframleiðslu á laxi við þjóðir sem hafa að öllu leyti stórum betri aðstöðu til slíkrar framleiðslu í sjókvíum og um flutning og sölu á ferskum laxi á heimsmarkaði, sbr. framangreindar at- hugasemdir um matfiskeldi. Fæst í næstu sportvöruverslun Nýju Trimax línurnar eru léttari, grennri og sterkari. Einkaumbéð I. Gjtfðnumdsson & co hf. Símar: 24020/11999. 46 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.