Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Side 59

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Side 59
vinnslu af þeim sökum. Þá þyki hann bragðdaufur, og það færist í vöxt, að neyt- endur óski sérstaklega eftir að fá ekki eldis- lax, þegar keypt er í matinn. Þar höfum við það, frá þeim sem gerst mega vita. En það er einnig ljóst, að til þess að villti laxinn haldi yfirburðum sínum sem matvara er nauðsynlegt „að veiði- menn geri sér góða grein fyrir því, að rétt meðferð á fiskinum getur skipt sköpum um verðmæti hans“, svo að notuð séu orð Sig- valda H. Péturssonar. En hver er svo rétt meðferð á veiddum laxi? I fyrrnefndri grein Sigvalda er sagt, að nauðsynlegt sé að blóðga laxinn strax eftir löndun, kæla hann fljótt, slægja hann og loks frysta hann hratt, ef hann á að geym- ast. Um þetta munu vera skiptar skoðanir meðal stangveiðimanna. Sumir blóðga lax- inn á árbakkanum, en hinir munu vera fleiri, sem gera það ekki. Sá sem þetta skrifar tilheyrir síðarnefnda hópnum, en tók sig þó til og blóðgaði sinn lax í tvö sum- ur, án þess að geta fundið nokkurn mun á gæðum, þó með þeirri undantekningu, að blóðgaður lax kom fallegri út úr reykingu en óblóðgaður, og átti það einkum við um þunnildin. Um slægingu er það að segja, að þeim sem þetta skrifar er ekki kunnugt um nokk- urn stangveiðimann sem slægir laxinn sinn. Hins vegar er nauðsynlegt að slægja urriða og bleikju sem allra fyrst, en þessir fiskar eru yfirleitt með meltingarfærin full af fæðu, eins og Sigvaldi bendir á. Og erum við þá komnir að kælingunni. Ætli hún sé ekki höfuðatriðið í þessu máli? Við margar ár, kannski flestar nú orðið, þar sem stangveiði er stunduð, er fyrir hendi aðstaða til kælingar á laxi, í kæliklefum eða frystikistum. Sums staðar, einkum þó við þær ár sem ekki teljast til þeirra beztu og þekktustu, er engin slík aðstaða fyrir hendi. Þar verða veiðimenn að láta nægja að geyma laxinn í ókældum kofa eða jafnvel úti undir beru lofti og þá væntanlega í for- sælunni. Það segir sig sjálft, að þar sem svo háttar til er hætt við að laxinn geti orðið léleg matvara, ekki sízt ef veiðiferðin stendur í nokkra daga, eða ef hlýtt er í veðri. Þarna myndu ískassarnir, sem Sig- valdi talar um, koma að góðum notum. Ef stangveiðimenn gæta þess að koma laxinum sínum í kælingu sem fyrst eftir að hann er veiddur og/eða frysta hann sem hraðast, ef á að geyma hann til neyzlu síð- ar, þá á enginn að þurfa að vera í vafa um gæðin. Enn eitt atriði, sem ekki kemur fram í grein Sigvalda: Forðist að kremja laxinn eða merja, ekki sízt ef hann er ekki blóðgaður. Að lokum þetta úr bæklingi, sem Veiði- eigendafélag Suðurlands hefur gefið út: „Laxinn sem þú kaupir út í búð getur hvort heldur verið náttúrualinn, sjógeng- inn lax - fangaður með „eðlilegum“ hætti í sjó, ám eða vötnum, eða eldislax/kerjalax - fæddur, uppalinn og fangaður í eldis- stöðvum.“ „Þeir sem ekki þekkja vel til laxa sjá í fljótu bragði engan mun á náttúruöldum laxi og kerjalaxi. Utlitið, þ.e. litur og ytri áferð, er mjög svipað. En það er umtals- verður munur á kjötinu - bæði gerð þess og bragði. Kjötið í náttúrualda laxinum er mun þéttara í sér, dekkra, bragðmeira og betra. Astæðan er sú að náttúrualdi laxinn hefur þurft meira fyrir lífínu að hafa, reynt meira á sig, og er því bæði sterkari og stinn- ari. Auk þess hefur hann neytt eðlilegri, náttúrlegri fceðu og hefur það áhrif á bragð- gæði kjötsins.“ M.Ó. VEIÐIMAÐURINN 57

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.