Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 60

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 60
Hættuleg soðning Það kann ekki alltaf, og raunar sjaldnast, góðri lukku að stýra, þegar maðurinn tekur það ráð, að breyta lögmálum náttúrunnar í hagnaðarskyni og ætlar sér jafnframt með því að betrumbæta hennar aðferðir. Glöggt dæmi um þetta var frétt, sem barst hingað frá Noregi fyrir nokkru og skýrt var frá í Morgunblaðinu. Þar var sagt frá ráði, sem fundið hefur verið til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma í eldislaxi. í þeim tilgangi er laxi í norskum og fínnsk- um eldisstöðvum gefið fúkkalyf og eitur- efnið neguvon. I Noregi er þó bannað að gefa honum þessi efni þremur mánuðum fyrir slátrun. Nú bar það við, að kona nokkur frá Bergen, sem var í heimsókn á Þelamörk, kom þar að sem flutningabíl með eldislax frá vesturströnd Noregs, á leið til Finn- lands, hafði hlekkzt á og lá á hliðinni utan vegarins. Bílstjórinn bauð fólki, sem þarna átti leið um, að fá sér í soðið laxa, sem lágu spriklandi þarna við vegarbrúnina. Áður- nefnd kona þáði þetta boð. Um fleiri er ekki getið í fréttinni. Þegar hún hafði borð- að laxinn brá svo við að hún varð skyndi- lega fárveik og var lögð inn á sjúkrahús. Þar lá hún í hálft ár, en þjáist ennþá af lifr- arsjúkdómi og bólgum. Þegar hún veiktist missti hún allan mátt í báðum handleggj- um, en hefur nú fengið aftur mátt í hægri hendina, en er enn máttvana að hluta í þeirri vinstri. Læknar konunnar segja að þessi þungbæri sjúkdómur hennar sé of- næmi gegn fúkkalyfjunum og eiturefninu í laxinum. Vísindamenn á hafrannsóknar- stofnuninni í Bergen segja, að notkun þessara efna sé „taumlaus ogeftirlitslaus“, og þeir halda því einnig fram, að dýralækn- ar sem gefi út lyfseðla á þessi efni, fylgist ekki með notkun þeirra. Efnunum sé „dælt út í tonnatali“ í norskum eldisstöðvum, sem eru um 700 talsins, og fiskveiðar í nágrenni stöðvanna séu varasamar, að ekki sé talað um að næla sér í soðningu úr þeim. Loks er þess getið, að við 25 fiskeldis- stöðvar í Austurvoll, í nágrenni Bergen, hafi verið sett upp aðvörunarspjöld þar sem varað er við hættunni af fiskstuldi og veiðum í nágrenni stöðvanna. Á þeim orð- um lauk fréttinni. Vonandi er að ekkert þessu líkt eigi eftir að koma fyrir hjá okkur Islendingum. Nógu mörg eru samt skakkaföllin sem, að því er virðist, geta átt sér stað af öðrum ástæðum í þessum atvinnuvegi, sem marg- ir binda miklar hagnaðarvonir við, ef allt gengur að óskum. V.M. Astvaldur enn Islandsmeistari Á íslandsmótinu í stangarköstum 1986, sem haldið var í blíðskaparveðri á gamla kastvellinum í Laugardal í Reykjavík 6. og 13. septemer s.l., tryggði Ástvaldur Jóns- son sér Islandsmeistaratitilinn einu sinni enn, en hann hefur borið sigur úr býtum á þessu móti mörg undanfarin ár. Keppt var í sjö greinum og sigraði Ást- valdur í fimm þeirra. Hann kastaði flugu tvíhendis 65,03 m, 18 g lóði með spinn- hjóli 98,21 m, 18 g lóði með rúlluhjóli 67,21 m, og varð hlutskarpastur í hitti- köstum með 7,5 g lóði af spinnhjóli og 18 g lóði af rúlluhjóli. Gísli R. Guðmundsson sigraði í flugu- kasti einhendis, kastaði 50,33 m, og í lengdarkasti með 7,5 g lóði af spinnhjóli, 60,14 m. 58 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.