Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 62

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 62
út úr lélegum laxveiðisumrum hér á landi. Samkvæmt ofansögðu eru þessar tólf ár með mesta veiði á stöng sumarið 1986: 1. Laxá í Aðaldal .............. 2800 2. Blanda og Svartá ........... 2206 3. Þverá ...................... 2138 4. Laxá í Dölum ............... 1907 5. Laxá á Ásum ................ 1863 6. Grímsá og Tunguá ........... 1826 7. Langá ...................... 1770 8. Miðfjarðará ................ 1722 9. Hofsá ...................... 1680 10. Laxá í Leirársveit .......... 1613 11. Vatnsdalsá .................. 1560 12. Víðidalsá og Fitjaá ......... 1550 1986 varð annað bezta stangveiðisumarið Stangveiðin sumarið 1986 varð 48.000 lax- ar. Aðeins veiðisumarið mikla 1978 gaf meira, eða 52.700 laxa. Veiðin byrjaði vel strax. Góðar laxa- göngur voru í árnar og komu snemma. Var góð veiði í flestum ám fram eftir sumri, en þá fór vatnsleysi að segja til sín í mörgum ám, sem eru viðkvæmar fyrir slíku. Urkoma var mjög lítil sunnan- og vest- anlands, eins og sumarið 1985. Og fyrir norðan og austan, þar sem sumarið 1985 var úrkomusamt, voru nú einnig langvar- andi þurrkar. Þar við bættist, að óvenju- mikil og langvarandi hlýindi í júní og fyrr leystu upp snjó að mestu til fjalla, svo að lítill sem enginn varaforði varð þar eftir til að hressa upp á vatnið í ánum, þegar kom fram á veiðitímann. Ekki er ósennilegt, að nýtt met hefði verið sett í stangveiði hér á landi, ef rignt hefði duglega þegar leið á sumarið. En stangveiðimenn gátu yfírleitt verið ánægðir með sinn hlut, enda jókst veiðin um rúm 40% frá árinu áður, sem þótti þokkalegt veiðisumar, og þær ár sem ekki tóku þátt í sveiflunni upp á við sumarið 1985, bættu nú flestar ráð sitt verulega. Þannig jókst veiðin í Víðidalsá og Fitjaá um 117% frá árinu áður, á Blöndusvæðinu um 101%, í Laxá í Leirársveit um 88% og í Vatnsdalsá um 82%. Þá héldu árnar norð- austanlands áfram að bæta sig eftir lægð- ina miklu þar. Er ástandið þar nú orðið eðlilegt og í Hofsá í Vopnafirði varð met- veiði s.l. sumar. Af öðrum ám sem slógu sín fyrri met má nefna Laxá í Dölum, Vatnsdalsá, Haffjarðará og Hrútafjarðará. Ein er sú á, sem sker sig úr fyrir lélegan árangur, en það er Stóra-Laxá í Hreppum. Enda segja kunnugir, að vatnið við ósinn hjá Iðu hafi vart verið meira en í skóvarp, og ætti afar léleg veiði í ánni nú tvö ár í röð að knýja á um lagfæringar við ósinn. Eins og áður segir komu góðar laxa- göngur í árnar s.l. sumar, bæði smálax og vænn lax, eins og spáð hafði verið. Tals- vert veiddist af 20 punda laxi og þar yfir í ýmsum ám, meira en um nokkurt árabil. I nokkrum ám veiddust nú laxar af þessari stærð í fyrsta sinn í mörg ár. Einn lax náði 30 pundum, í Víðidalsá, eins og getið er um hér á næstu síðu. Þess má að lokum geta, að í netin feng- ust um 19.000 laxar, sem er 46% aukning frá fyrra ári. Ur hafbeit fengust um 24.000 laxar. Hlutur stangveiðinnar í veiðinni í ánum er um 72% eins og árið áður, en netin tóku 28%. M.Ó. 60 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.