Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 13

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 13
arferðir annaðhvort niður í vatn eða upp með ánni. Það þótti mér geysiskemmtilegt og man ég vel eftir því þegar ég uppgötvaði Gryfjuna. Albert heitinn Guðmundsson hafði komið í heimsókn, honum var vísað á Breiðuna en ég fór með öðrum gesti Sigur- liða upp á efra svæðið. Mér leist vel á stað- inn rétt neðan við vatnsmælinn, fór þar niður á bakkann og þverkastaði með spæni langleiðina í land hinum megin og hélt ég það væri fast í botni rétt eftir að spónninn lenti og kippti í en ekkert gerðist og ég strekki og togaði í og þá kom í ljós stórfiskur og ég landa 19 punda hrygnu eftir hæfilegan tíma. Sá sem var með mér kastaði á sama stað og hann fékk líka fisk alveg um leið. Við komum úr þessum leiðangri þarna, úr Gryfjunni og þar fyrir ofan, með sex laxa á þremur klukkustundum. A svæðinu frá Gryfju og niður að þverbeygjunni ofan við hól- mann fyrir ofan Símalínu hef ég einu sinni sett í fisk undir bakkan- um dálítið ofan við fyrsta skurðinn sem á þeirri leið. Þar gengur eyri á ská yfir að Bíldsfellslandi og strengur niður fyrir á lygnu og þar í strengnum setti ég í fisk. I Olnboganum sjálfum hef ég aldrei fengið lax en sett í geysifallega bleikju en hún liggur þar á miklu dýpi. Þar sem áin er breiðust þar fyrir neðan, ofan við hólmann og áður en kemur að Horninu, er smálækur og sand- vík en þar hef ég oft fengið fiska á miklu dýpi. Beint út af Horninu ofan við eyjuna er líka tökustaður. Svo kemur Símastreng- urinn og á svæðinu niður af honum má fá fisk langt niður á Breiðu. Svo var það 1978, árið áður en SVFR fékk ána, að ég var í veiðileiðsögn þarna í nánast þrjár vikur samfellt með mönnum sem voru í bústað Sigurliða. Þá uppgötvaði ég Símastreng- inn. Hann var þá ekki viðurkenndur veiði- staður og ég hafði aldrei heyrt á hann minnst. Skemmtilegasti fiskur, sem ég hefi náð í Símastreng, var fimmtán punda hrygna. Mér er hún minnisstæð vegna þess að ég veð út í eyjuna þegar ég byrjaði að veiða, var með flugu og þverkastaði allan strenginn utan við eyjuna, fór svo ekki í land heldur sakkaði mér niður eyrina í miðri ánni. Ég var kominn niður hana eins og maður þorir lengst því að það snardýpk- ar á móts við girðingarhornið í landi As- garðs. Ég hafði séð fisk stökkva eiginlega efst á Bíldsfellsbreiðunni og hugsaði sem svo að hann væri á leiðinni upp eftir þessi og reyndi að kasta sem lengst og gaf út línu til að ná til hans. Svo var ég eiginlega að snúa við, en oft þegar maður snýr við undir svona kringumstæðum, ég komst ekki þvert í land heldur varð að vaða upp hrygg- inn andstreymis, þá lætur maður línu liggja langt úti og labbar af stað og þá tekur hann. Þannig var það í þetta sinn — það var rifið Veiði 20. september 1983. 25 pundari af Melhorni í Bílds- fellslandi. Hanntók „Þingeying“ nr. 6. Hinir laxarnir eru 9 og 7 pund. VEIÐIMAÐURINN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.