Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 39

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 39
inum með ykkur sem vitni!“ bætti hann við og glotti, en þá eins og nú var rjúpnaveiði bönnuð innan girðingar á Þingvöllum. Reyndar tók bannið á þessum tíma aðeins til þess svæðis sem afgirt var, en veiðar utan girðingar voru látnar óátaldar í þjóð- garðslandinu. Afram var haldið og ekið inn með Ar- mannsfelli og lítið eitt lengra, en þar endar girðingin. Bílnum var ekið út í vegarkant- inn og við vorum fljótir að búa okkur af stað til göngunnar, enda ekki eftir neinu að bíða. Myrkrið hafði vikið fyrir dagsbirt- unni og gráleitt landið blasti við, en dökk- leitar þústir og flákar báru vott um kjarrið sem gægðist upp úr snjónum sem þakti landið. Þjóðgarðsgirðingin myndaði beina, dökkleita línu frá veginum og niður eftir í átt að vatninu og hugsanir mínar voru lesnar í sama mund: „Við skulum ganga niður með girðing- unni og ekki fara yfir hana fyrr en við erum komnir úr sjónfæri við veginn! Þið skuluð fara varlega og vera nálægt mér, því ég nenni ekki að leysa ykkur úr vörslu þjóð- garðsvarðarins ef þið verðir teknir og hananú!“ „Þarna kom það,“ hugsaði ég um leið og við gengum af stað með byssurnar um öxl og tók um leið eftir því að fleiri höfðu haft þennan háttinn á: Verksummerki sýndu að oft hafði verið klifrað yfir girðinguna. Þetta var ekki verra en vant er, „grasið“ er alltaf grænna hinum megin. Jæja. Eftir stutta gönguferð niður með hinu fyrirheitna landi handan girðingar, var talið óhætt að klifra yfir. A þessum slóðum var fremur gisið kjarr en skóglaust á milli og taldi leiðangursstjóri að mestar líkur væru á að finna fuglinn í kjarrinu, enda haglaust með öllu annars staðar á lág- lendinu. Var okkur hinum yngri veiði- mönnum uppálagt að ganga áveðurs við kjarrið, en hinn reyndari tók að sér að ganga hlémegin. Var á honum að skilja að þetta ráðslag bæri að þakka eðlislægri fórn- fýsi hans og velvilja í minn garð, enda myndum við, yngri mennirnir, ganga um gjöful rjúpnalönd, en hann tæki á sig lakara svæðið. A að giska 15 cm púðursnjór var yfir öllu þennan dag á Þingvöllum en undir var harðfenni, dæmigerðar kjöraðstæður fyrir rjúpnaveiðar í kjarri, eftir því sem reynslan hefur kennt mér síðan. Veðurfar var með þeim hætti að hægur andvarinn náði að hreyfa við mjöllinni í morgunsárið og mynda léttan skafrenning en úr því dró eftir að sól hafði verið á lofti nokkra hríð. Það var rétt til getið að rjúpan kynni að leynast inn á milli birkitrjánna. Víða sáust merki um fugla og fljótlega fórum við að sjá þá, að vísu enga flota, en einn og tvo á stangli sem flugu upp með hröðum vængja- slætti þannig að snjórinn rauk af greinum trjánna þegar þeir styggðust og gripu til vængjanna. Mig svíður enn þá undan minningunni um viðbrögðin þegar fuglarn- ir flugu upp. Handahófskennt fálm byrj- andans sem endaði sjaldnast með skoti, því rjúpurnar voru fljótari úr sjónmældu skot- færi en skyttan að bregða byssunni. Aftur á móti heyrðust gjarnan skot frá karlinum, þar sem hann gekk nánast samsíða okkur í á að giska 100 m fjarlægð, undan vindi. „Hann veit hvað hann er að gera, helvít- is karlinn,“ sagði sonurinn þegar við heyrðum tvíhleypuna hósta úr sér tveimur skotum á undra skömmum tíma. „Hann veit sem er að rjúpurnar sem fljúga undan okkur fara yfir til hans.“ Skömmu síðar heyrðum við hann hrópa á okkur að koma strax. Við paufuðumst í gegnum hrísið og sáum tilsýndar hvar hann gekk í smástækkandi hringi, álútur með byssuna um öxl og rjúpu í annarri hendi. Hann virtist heyra til okkar áður en hann leit við, því hann snéri enn þá bakinu í VEIÐIMAÐURINN 39

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.