Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 54

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 54
haft viðkomu í Elliðaánum og sýkst þar, en allt eins líklegt er að þeir hafi sýkst í hafi, samanber nýgenginn lax í Elliðaánum. Nýgenginn lax úr Kollafirði var seldur til endurveiða í Hellisá á Síðu og Brynju- dalsá. I fyrrnefndu ánni fannst kýlaveiki- sýktur lax úr flutningunum þannig að ljóst er að sýktur lax hefur verið fluttur þangað. Kýlaveiki greindist ekki annars staðar í sumar. Aðgerðir til að sporna gegn kýlaveiki Eftir að kýlaveiki greindist í sumar í Ell- iðaánum var af hálfu fisksjúkdómayfir- valda gripið til aðgerða. Veiðibúnaður stangaveiðimanna var sótthreinsaður eftir veiði í ánum. Gengið var með ánum og dauður fiskur tíndur upp en sá fiskur getur valdið mikilli smitmögnun. Eftir fundi í haust var svo ákveðið að fækka hrygning- arfiski neðst í ánum þar sem sýking var talin vera hvað mest, auk þess að reynt verður að ná hoplaxi næsta vor, en talið er að hoplax geti verið mikill smitberi. Hægt verður að sannreyna hvort svo sé með greiningu á þeim laxi sem þá næst. Sú þekking ætti að nýtast þegar horft er til framtíðar. Sá misskilningur komst á kreik að þurrka ætti upp nokkurn hluta Elliða- ánna vegna kýlaveikinnar. Það er ekki rétt. Á hverju hausti um áratugaskeið hef- ur kafli ánna, frá Árbæjarstíflu og niður að Rafstöð, verið þurrkaður vegna raforku- framleiðslu. Svo var einnig í haust. Pað er ljóst að vonlítið er að eyða kýla- veiki úr ánum með einhverjum ráðum eins og hugmyndir voru uppi um í sumar. Lík- legt er að seiði og silungur í ánum sé með smit, svo og lax í hafi. Þar við bætist að bakterían lifir lengi utan fisks. Til að eyða bakteríunni þyrfti að eyða fiski í vatnakerf- inu og tryggja að fiskur kæmist ekki í árnar úr hafi í einhver ár og halda vatnakerfinu fisklausu í langan tíma. Slíkt er í fyrsta lagi ekki gerlegt og hvers virði er að losna við kýlaveikina þegar fiskstofnarnir eru út- dauðir. Skaðsemi aðgerðanna yrðu því meiri en ávinningurinn. Skaðsemi kýla- veikinnar virðist af reynslu annars staðar vera mun minni en afleiðingar svo róttækra aðgerða. Þar við bætist að stutt virðist vera í uppsprettu sjúkdómsins allt í kringum okkur. Við verðum því að læra að búa með þessum sjúkdómi. Hvað er framundan? Það sem ráðið hefur miklu um hversu skæður sjúkdómurinn varð í Elliðaánum síðastliðið sumar eru þær erfiðu umhverfis- aðstæður sem voru fyrir fiskinn. Rennsli ánna var mjög lítið og vatnshiti varð mjög hár vegna mikils sólfars fyrri hluta sumars og svo hlýinda. Hvernig umhverfisskilyrði verða fyrir fiskinn á komandi veiðisumri ræður hve mikið ber á sjúkdómnum. Mjög mikilvægt er að menn standi sam- an um Elliðaárnar. Sporna þarf eins og kostur er við því að sjúkdómurinn magnist upp. Það verður best gert með því að stunda þar áfram veiði og hlúa sem best að þeim og fiskstofnum þeirra. Með veiðum er þéttleiki lax minni en ella og hjálpar það til. Þó að nafn sjúkdómsins og hvernig hann leikur fiskinn sé fráhrindandi er bakt- erían hættulaus mönnum, auk þess sem að litlar líkur eru á að veikur lax bíti á. Þeim sem umhugað er um Elliðaárnar mæta því tvíefldir til veiða. Ljóst er að við stjórnum ekki umferð laxa um höfin og í árnar. Því er sennilegt að sjúkdómurinn eigi eftir að stinga sér niður víðar og hugsanlegt er að sjúkdómurinn sé víðar til staðar en hann hefur greinst. Því reynir á stangaveiðimenn og veiðiréttar- eigendur að umgangast veiðiár ætíð þannig 54 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.