Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 63

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 63
minnir að hann hafi heitið Stevens. Hann flutti eggin í fötum og bar þær í vatnsbera Valdemars á Kálfaströnd til þess að þau yrðu ekki fyrir hjaski. Hann fékk egg bæði á Kálfaströnd og eins hjá okkur við Laxá. Hann sleppti ekki af eggjunum hend- inni, hafði þau í koju hjá sér og velti þeim reglulega og hann fékk lifandi unga sem hann komst með til Englands en þeir tímg- uðust ekki svo ekki tókst að koma upp stofni. Það er eins og þegar mannshöndin grípur inn í náttúruna lánist það ekki, jafn- vægið er eitthvað svo viðkvæmt. Hann fékk gráendur, duggendur og jafnvel hávellur en honum fannst ekkert til um það því að þær eru ræktaðar í Englandi en húsöndin og straumöndin eru amerískar tegundir. Svo fór ég eitt sinn til Englands og var boðinn á ýmsa staði til að skoða fuglagirð- ingar af því ég var úr Mývatnssveit. Þeir þekktu til Mývatns, margir gegnum Willa á Halldórsstöðum og eins Haig þennan Thomas. Eg var boðinn á vegum McLean & Wormond. Wormond þessi var mikill fuglamaður, hann var búinn að kaupa egg héðan í búið hjá sér alla tíð. Ég hafði skrif- að honum og hann bauð mér til sín. Ég dvaldist heilan dag hjá þessum Wormond. Hann bjó þarna í gamalli höll og þegar ég kom gekk fram einhver þjónustupía og rétti fram silfurbakka; ég átti víst að láta á hann nafnspjaldið mitt sem ekkert var, auðvitað. Okkur kom vel saman og hann spurði mig margs. Hann sagðist skyldi borga mér, ég man ekki hver ósköpin, ég held bara árslaun ef ég sleppti straumandarpari inn í girðinguna hans. Þetta var vissulega freist- andi og hefði verið hægt að ná þessum fuglum en eftirleikurinn erfiðari við að koma þeim lifandi milli landa. Þessi grey drápust áður en maður vissi af. Það voru að vísu komnar á flugferðir og ég var sterkt að hugsa um að gera alvöru úr þessu. Upp- hæðin var freistandi en ég hafði ekki trú á því að mér tækist þetta svo ekkert varð úr þessu ævintýri. GP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.