Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 18
Höfundur á „útkikki“.
laus við alt sem heitir streita. Þessi eigin-
leiki kemur sér alltaf vel í veiði.
Pétur tók að sér fyrstu skotvakt og var
greinilegt á öllu að þar kunni hann vel við
sig. Af og til hallaði hann sér fram í stóln-
um til þess að geta betur virt fyrir sér agn-
völlinn og umhverfi hans. Stöku sinnum
þreifaði hann eftir neftóbaksdósinni sem
sjaldan er langt undan og færði ilmandi
tóbakið í nef sér og gaf um leið frá sér
lágvært dæs. Það var áreiðanlegt að honum
leiddist ekki.
í skotstöðu.
fyllingu. Þetta ásamt ýmsu fleiru, svo sem
atvik og uppákomur úr fyrri veiðiferðum
þar sem bæði byssur og veiðistangir komu
við sögu, var aðalumræðuefni okkar þetta
skammdegiskvöld. Auðvitað verða öll
samtöl við kringumstæður sem þessar að
fara fram á lágu nótunum. Annað er ekki
leyfilegt. Smám saman færðist ró yfir heim-
ilislífið. Bjarni skreið í koju og innan
skamms gáfu lágvær puffhljóð til kynna að
hann ferðaðist um í landi draumanna.
Þessi hæfileiki hans að geta sofnað nánast á
slaginu hvenær sem er og hvar sem er hefur
oft vakið hjá mér öfund. En þetta sýnir
jafnframt að hann er í góðu jafnvægi og
Ekki dottar afreksmann
uppi í tófuhúsi.
Rifuna út um rýnir hann
og rær með dós afsnúsi.
Sjálfur sat ég í gesta-
stólnum og lét hugann
reika. Ég hafði sagt við fé-
laga mína eftir að hafa virt
fyrir mér umganginn á æt-
isvellinum að tófa á mann
eftir nóttina væri hreint
ekki fjarstæðukennd
ályktun. Ekki höfðu þeir
tekið afgerandi undir
þessa bjartsýni mína, en
heldur ekki neitað því að þetta væri mögu-
legt miðað við aðstæður.
Oftar en ekki höfðu tófurnar verið frek-
ar morgunsæknar og flestar sótt í ætið á
tímabilinu frá kl. 5 - 8 að morgni. Þetta var
þó engin regla og þess vegna nauðsynlegt
að fylgjast vel með öllu, því að dýrin gera
oft stuttan stans. Örfáar mínútur, jafnvel
sekúndur, geta ráðið úrslitum um það
hvort dýr næst. Þess vegna má vaktmaður
aldrei sofna á verðinum.
Lærifaðir okkar í refaveiðum, Theodór
Gunnlaugsson, sem áratugum saman
stundaði refaveiðar árið um kring, segir á
einum stað í bók sinni A Refaslóðum: „Frá
18
VEIÐIMAÐURINN