Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 36

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 36
FLUGUHNÝTINGAÞÁTTUR í UMSJÓN BJARNA R. JÓNSSONAR KLASSÍSKAR LAXAFLUGUR Laxaflugur hafa lengi skipað sérstakan sess á meðal veiðiflugna . Einkum hinar svokölluðu klassísku laxaflugur. Það kann að vera erfitt að átta sig á hvaða flugur myndu teljast klassískar og hverjar venju- legar. Almennt er talað um að fjaðraflug- ur, sem eiga rætur að rekja til Englands og Skotlands og eru frá átjándu og nít- jándu öld, séu hinar eiginlegu klass- ísku flugur. Þessar gömlu flugur hafa flestar mjög ákveðið form og eru mikil listasmíð. Þær hafa nánast allar sömu einkennin, t.d. stél, vöf, skegg og væng. I nútíma flugugerð er formið miklu frjálsara og hnýtar- ar sleppa oft einhverjum af þessum þáttum. Breytileikinn í gömlu flug- unum var aðallega í litum og mis- munandi efnismiklum vængjum og margar þessara flugna eru með mjög flóknum vængjum. Þegar gerð flugnanna er skoðuð kemur berlega í ljós að fluguhnýtarar þessa tíma voru engu lakari en færustu menn í dag. Þó höfðu þeir ekki sömu að- stæður og við höfum í dag. Sumir áttu ekki einu sinni öngulheldu til að festa öngulinn í og ekki höfðu þeir jafn góða lýsingu og við höfum nú. Maður getur ímyndað sér að það sé nokkuð vandasamt að hnýta flug- una „Jock Scott“ númer 12 við kertaljós og án öngulheldu. Eitt höfðu gömlu hnýtararnir þó um- fram okkur; fjaðrir af framandi fuglum voru auðfengnari í þá daga heldur en nú. Margir þeirra fugla, sem notaðir voru fjaðrir af eru nú í útrýmingar. I þá daga sigldu Englendingar um allan heiminn og komu með ýmislegt forvitnilegt heim.Þá veltu menn ekki fyrir sér hvort einhverjir fuglar væru sjaldgæfir eða jafnvel í útrým- ingarhættu. Þetta setur okkur í vanda í dag því sum þessara efna er nánast útilokað að verða sér úti um. Við neyðumst því til að nota þau efni, sem til taks eru, ef ætlunin er að hnýta klassíkar flugur. Það má svo deila GREEN HIGHLANDER Stélrót: Silfurtinsel Stél: Hausfjöður af gullfasana og „sum- mer duck“. Kragi: Svört strútsfjöður. Búkur: !4 gyllt flos, % grænt selshár (þel). Vöf: Ávalt silfurtinsel. Hringvöf: Græn hanafjöður. Skegg: Gular hanafanir (eða hænu). Undirvængur: Hálsfjaðrir af gullfasana. Vængur: Giftar saman gular, rauðgular og grænar gæsafanir og doðru- og pá- fuglafanir (vængur) og fanir úr stéli gullfasana. Hliðar: Giftar saman fanir úr urtönd og þverrákóttri brúðandarfjöður. Yfir allan vænginn koma svo fanir úr stokkandarfjöður. Kinnar: Skógarhani og indversk kráka ... yfir alla fluguna kemur svo haus- fjöður úr gullfasana og á hvora hlið koma horn sem eru úr gulum og blá- um páfagauk. Haus: Svartur. Bjarni R. Jónsson. Ljós- mynd Bragi Þ.Jósefsson. 36 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.