Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 68

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 68
JÖRUNDUR GUDMUNDSSON NOKKUR ORÐ UM MÁLGAGN STANGAVEIÐIMANNA íhaldssemi er um margt undarlegt fyrir- bæri. Líkt og annað í þessari veröld and- stæðna á hún sér bjartar og dökkar hliðar. Vangaveltur um þetta tvíeðli tilverunnar hjálpar okkur gjarnan til þess að átta okkur á eðli hvers máls. í því sem á eftir fer langar mig að setja frarn nokkrar hugleiðingar um íhaldssemi og Veiðimanninn — málgagn stangaveiðimanna. í málvitund okkar hefur hugtakið íhald fremur neikvæða merkingu, ólíkt því sem gerist í mörgum öðrum tungumálum og er ekki laust við að merking þess í daglegu tali beri keim af tungutaki stjórnmálanna. í hugum flestra er mæla á íslenska tungu hefur hugtakið ímynd þess sem rembist eins og rjúpan við staurinn að halda aftur af breytingum. Ég vil þó leyfa mér að minna á aðra og eðlilegri semsetningu þessa hug- taks eins og hún þekkist meðal annarra þjóða. Þar togast á tvíþætt eðli þess, nefni- lega varðveisla og afturhald. Ef við hugleiðum hvaða hugtak mætti til nefna sem andstæðu við íhald í merking- unni afturhald þá komum við, að því er ég fæ best séð, að tómum kofanum í máli okkar, en þessi andstaða er í mínum huga breyting breytinganna vegna. En nóg um hugtakarýni í bili. Ég „sting hér niður penna“ til þess að taka áskorun nýskipaðs ritstjóra Veiði- mannsins — málgagns stangaveiðimanna, Gylfa Pálsonar í næstsíðasta tölublaði (nr. 145,1994). Tilefnið er breytt efnistök tíma- ritsins og hugleiðingar ritstjóra um tregðu ritfærra manna til þess að senda ritinu efni úr smiðju sinni. I einfeldni minni hélt ég að tímarit sem hefur undirtitilinn — málgagn stangaveiði- manna — væri tileinkað stangaveiðiíþrótt- inni einni og sér, ekki síst í ljósi þess að það hefur verið gefið út um áratuga skeið af elsta og fjölmennasta stangaveiðifélagi landsins. Félagi sem leiðir saman menn í krafti sameiginlegs áhugamáls — stanga- veiði. Satt best að segja þá hélt ég að Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefði þegar dregið lærdóm af fyrri reynslu sinni af slík- um tilraunum með Veiðimanninn. Skot- veiði var um tíma veitt rými í blaðinu, en sá siður var aflagður. Ég fæ ekki betur séð, af lestri fyrri árganga blaðsins, en að þetta hafi gerst vegna þess að áhuga félags- manna skorti. Ég fæ ekki varist þeirri hugs- un að það, að koma slíkri ritstjórnarbreyt- ingu á, hljóti einfaldlega að vera leið rök- villa í hugsanagangi annars ágætra manna sem svo hafa skipað málum. Að fjalla um skotveiði í sértímariti um stangaveiði er í besta falli mótsögn í sjálfu sér. Mest undrar mig að nýr ritstjóri, sem sendir frá sér sitt fyrsta tölublað, skuli ætl- ast til þess að vera tekinn alvarlega þegar hann réttlætir breytta ritstjórnarstefnu sem þessa með því að aðföng til blaðsins séu of 68 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.