Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 73

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 73
FISKISLIPA VEKNMANNSWS Á jólum fá flestir nóg af stórsteikum, hangikjöti, sætabrauði og öðru þungmeti. Því er tilvalið að breyta aðeins út af venj- unni og efna einhvern hátíðardaginn í dýr- indis fiskisúpu sem jafnvel húsbóndinn á heimilinu ræður við að elda. Vonandi er ég ekki að seilast inn á sér- svið annarra þótt ég greini frá uppskrift að fiskisúpu sem ég fékk í veiðiferð með nafnkunnum veiði- og tónlistarmanni fyrir austan. Segja má að hún hafi verið leikin af fingrum fram í veiðihúsinu við árbakkann og hver og einn hafi nokkurt frjálsræði til að „improvisera“. Ovönum matreiðslumönnum er ráðlagt að gefa sér nægan tíma, vera iðnir við að smakka og víkja aldrei frá pottinum. Eigi súpan að verða tilbúin klukkan sex þykir mér hæfilegt að byrja að elda klukkan eitt. Þess ber að minnast að súpa er gjarnan best upphituð, jafnvel daginn eftir en á fimm klukkustundum næst að hita hana marg- sinnis, sama daginn. Hér er mín útgáfa. Til þess að hafa eitthvað áþreifanlegt í höndunum tökum við, óvaningar og fá- kunnandi, pakka af Bergensfiskisúpu og förum eftir leiðarvísi á bakhlið. Þessi byrj- un veitir ákveðna öryggistilfinningu. Þótt þetta eigi áfram að vera fiskisúpa er gott að hafa af henni daufan grænmetis- keim. Tvær þykkar sneiðar eru skornar úr miðjum stórum lauki. Nokkur smáknippi af blómkáli skorin niður. Tveir þunnir þverskurðir af meðalstór- um hvítkálshaus eru saxaðir í smátt. Tvær vænar gulrætur klofnar í fernt að endilöngu og lengjurnar brytjaðar í örlitla bita. Grænmetið er sett í pottinn, bætt í hálf- um lítra af vatni og hálfum af mysu og tveir fiskteningar settir saman við. Suðan látin koma upp. Þá kernur að því sem sumir undrast. Til viðbótar er látið stórt stykki af gráðaosti. Þeir sem óttast bragðstyrkinn, sem reynd- ar er alger óþarfi, geta notað jafnþyngd af Dalayrju. Ostinum er hrært vel saman við og látið malla góða stund. Nú er komið að fyrsta smakki. Þótt fiski- súpa eigi ekki að vera bragðsterk þarf þessi lögur að vera nægilega kröftugur til að krydda fiskinn sem síðar kemur til sögunnar. Því næst er komið að rjómanum. Lág- mark hálfum lítra hellt út í og ekkert vera að hugsa um hitaeiningar. Rjóminn mýkir réttinn og gerir hann að því ljúfmeti sem annað efni leggur grunninn að. Á móti hálfum lítra af rjóma finnst mér óhætt að setja einn tening til viðbótar. Hér ríður á að smakka vel og séu menn sáttir við bragðið er lokið sett á pottinn og látið krauma 1-e-n-g-i. Meðan bragðefnin samlagast í suðunni þarf að flaka fiskinn sem er aðal súpunnar. Um er að velja lax eða silung. Á sumrin er sjálfgefið að nota nýmeti beint upp úr ánni. Um jólaleytið verður að velja á milli fros- VEIÐIMAÐURINN 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.