Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 42

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 42
BJARNIJULIUSSON TIL ATHUGUNAR FYRIR STANGAVEIDIFÉLÖG Á 45. aðalfundi Landssambands veiðifé- laga í nóvember var undirrituðum falið að fjalla um starfsemi Stangaveiðifélags Reykjavíkur á starfsárinu sem er að líða. í framhaldinu vöknuðu ýmsar spurningar um starfsemi stangaveiðifélaga almennt. Flestir eru sammála um það að íslenski veiðimarkaðurinn hafi gengið í gegnum verulegar breytingar á undanförnum ár- um. Eftirspurn eftir veiðileyfum hefur minnkað, hugsanlega sökum þess að veið- in er einfaldlega orðin allt of dýr í hugum margra. Sumir telja að það vanti heila kynslóð inn í veiðina, kynslóð sem spilar frekar golf yfir sumarmánuðina í stað þess að stunda lax- eða silungsveiði. Stanga- veiðifélögin hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og sum félaganna, sem stóðu með ágætum fyrir rúmum áratug síðan, standa nú höllum fæti. Það er því nauðsyn- legt að stangaveiðifélög endurskoði starf- semi sína og hlutverk og reyni þannig að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa. Ég tel að þar eigi þau að fara í smiðju vel rekinna fyrirtækja, hugleiða markaðs- setningu, breyta og bæta ímynd sína og stunda vöruþróun ! Nú erum við að fjalla um veiði, kynni einhver að segja og meira að segja þá göfugu íþrótt, stangaveiði. Veiðin, þetta hjartans áhugamál okkar, má aldrei verða harður „business“ svo að notað sé slæmt orð. Einhverjir kynnu jafn- vel að segja að félagastarfsemi megi alls ekki tengja viðskiptum og viðskiptalífinu. En við skulum ekki gleyma því að þótt félagslegi þátturinn eigi alltaf að vera í fyrirrúmi þá þrífst hann ekki nema fjár- hagslegi þátturinn sé í lagi hjá stangaveiði- félögum. Þess vegna þarf að reka stanga- veiðifélögin í takt við vel mótaða stefnu, stefnu sem tekur breytingum í áranna rás rétt eins og vel rekin fyrirtæki gera. Fjögur P og þrjú F Fyrir nærri áratug síðan þá nam ég rekstrarhagfræði við háskóla í Bandaríkj- unum. Mér er sérstaklega minnisstæður einn prófessorinn sem kenndi okkur mark- aðsfræði. Ein var sú kenning, sem honum var ákaflega hugleikin, en það var kenning sem hann kallaði P-in fjögur, eða „thefour P’s“. Sú kenning gengur einfaldlega út að það að til að rekstur fyrirtækis sé traustur þurfi péin fjögur að vera í lagi. P-in standa fyrir „Price“ (verð vörunnar sem fyrirtæk- ið selur), „Place“ (sölustaðirnir), „Pro- duct“ (varan sjálf) og „Promotion“ (mark- aðssetning vörunnar). Allt eru þetta atriði sem eiga við um rekstur og starfsemi stangaveiðifélaga! I anda gamla prófessorsins míns hef ég sett saman kenningu sem ég nefni F-in þrjú. Til að starfsemi stangaveiðifélaga geti verið með blóma þurfa F-in þrjú að vera í lagi. F-in eru að sjálfsögðu Fjármál- in, Félagarnir og Fiskarnir. Fjármálin þurfa að vera í lagi til að stangaveiðifélögin hafi afl og getu til að útvega góð veiðisvæði og byggja upp nauðsynlega félagsstarf- 42 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.