Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 52

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 52
SIGURÐUR GUÐJÓNSSON w w r KYLAVEIKIOG AHRIF HENNAR A NÁTTÚRULEGA STOFNA LAXFISKA í sumar greindist í fyrsta sinn á íslandi fisksjúkdómur sá er kallaður hefur verið kýlaveiki (nefnt furnuculosis víða erlendis). Sjúkdómnum veldur baktería (Aeromonas salmonicida salmonicida). Náskyld baktería (Aeromonas salmonicida achromogenes) veldur sjúkdómnum kýlaveikibróður sem hefur verið landlægur í fiskeldi hér um árabil. Kýlaveikibakterían leggst eingöngu á laxfiska og er skæður smitsjúkdómur í fiskeldi. Nafn sjúkdómsins er lýsandi fyrir einkennin sem koma fram þegar sjúkdómurinn hefur heltekið fisk, en þá má sjá kýli og sár á utanverðum fiskinum. Svipuð einkenni koma fram vegna kýlaveikibróður, en sá sjúkdómur er ekki talinn jafn skæður, auk þess sem sú baktería finnst einnig í öðrum fiskum en laxfiskum. Útbreiðsla Kýlaveiki er landlægur sjúkdómur nær allsstaðar í kringum okkur, í löndum bæði austan hafs og vestan. Sjúkdómurinn hefur verið lengi til staðar í Evrópu og Ameríku, en á síðustu árum breiddist hann um nær allan Noreg með eldisseiðum og fiski. Einnig er stutt síðan sjúkdómur- inn barst til Færeyja þar sem hann er nú landlægur í fiskeldi. Kýlaveiki hefur valdið miklu tjóni í fiskeldi, en á síðustu árum hefur bólusetning gegn sjúk- dómnum gefið góða raun í eld- inu. Ef kýlaveikibakterían hefur borist í náttúruleg vistkerfi er nær útilokað að losna við hana. I náttúrunni viðhelst bakterían í fiski auk þess sem hún getur lif- að um nokkurra mánaða skeið í lífrænum efnum utan hans. Kjörhiti bakteríunnar er 20°C, en neðan við 13°C er sjúkdómurinn langvinnari og undir 6°C á bakterían erfitt með að ná sér á strik. Þar sem kýlaveikin hefur breiðst út í stofna í ám og vötnum verður sjaldnast um faraldur að ræða. Mest er hættan fyrst áður en stofnarnir eru búnir að ná mótstöðu gegn sjúkdómnum og ef umhverfisaðstæð- ur eru erfiðar fyrir fiskinn. Reynslan frá Noregi er sú að aðeins í örfáum ám verður kýlaveikinnar vart þó að vitað sé að smit sé til staðar, í öðrum ám finnast örfáir fiskar og í einstaka tilviki finnast einhverjir tugir fiska sjúkir eða dauðir eitt og eitt ár. I þeim tilvikum eru umhverf- isaðstæður mjög erfiðar, lítið vatnsrennsli og mikill vatnshiti þar sem þéttleiki fiska er mikill. Þar verður mikil streita hjá fisk- inum sem minnkar mótstöðu hans. í öðrum ám verður ekki eða lítið vart við sýktan fisk og eru þá umhverfisaðstæður hagstæðari fiski. Meiri líkur eru á að dauður og sýktur fiskur finn- ist í minni ám en stórum. Sömu sögu má segja annars staðar frá þar sem kýlaveiki er Sigurður Guðjónsson 52 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.