Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 52

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 52
SIGURÐUR GUÐJÓNSSON w w r KYLAVEIKIOG AHRIF HENNAR A NÁTTÚRULEGA STOFNA LAXFISKA í sumar greindist í fyrsta sinn á íslandi fisksjúkdómur sá er kallaður hefur verið kýlaveiki (nefnt furnuculosis víða erlendis). Sjúkdómnum veldur baktería (Aeromonas salmonicida salmonicida). Náskyld baktería (Aeromonas salmonicida achromogenes) veldur sjúkdómnum kýlaveikibróður sem hefur verið landlægur í fiskeldi hér um árabil. Kýlaveikibakterían leggst eingöngu á laxfiska og er skæður smitsjúkdómur í fiskeldi. Nafn sjúkdómsins er lýsandi fyrir einkennin sem koma fram þegar sjúkdómurinn hefur heltekið fisk, en þá má sjá kýli og sár á utanverðum fiskinum. Svipuð einkenni koma fram vegna kýlaveikibróður, en sá sjúkdómur er ekki talinn jafn skæður, auk þess sem sú baktería finnst einnig í öðrum fiskum en laxfiskum. Útbreiðsla Kýlaveiki er landlægur sjúkdómur nær allsstaðar í kringum okkur, í löndum bæði austan hafs og vestan. Sjúkdómurinn hefur verið lengi til staðar í Evrópu og Ameríku, en á síðustu árum breiddist hann um nær allan Noreg með eldisseiðum og fiski. Einnig er stutt síðan sjúkdómur- inn barst til Færeyja þar sem hann er nú landlægur í fiskeldi. Kýlaveiki hefur valdið miklu tjóni í fiskeldi, en á síðustu árum hefur bólusetning gegn sjúk- dómnum gefið góða raun í eld- inu. Ef kýlaveikibakterían hefur borist í náttúruleg vistkerfi er nær útilokað að losna við hana. I náttúrunni viðhelst bakterían í fiski auk þess sem hún getur lif- að um nokkurra mánaða skeið í lífrænum efnum utan hans. Kjörhiti bakteríunnar er 20°C, en neðan við 13°C er sjúkdómurinn langvinnari og undir 6°C á bakterían erfitt með að ná sér á strik. Þar sem kýlaveikin hefur breiðst út í stofna í ám og vötnum verður sjaldnast um faraldur að ræða. Mest er hættan fyrst áður en stofnarnir eru búnir að ná mótstöðu gegn sjúkdómnum og ef umhverfisaðstæð- ur eru erfiðar fyrir fiskinn. Reynslan frá Noregi er sú að aðeins í örfáum ám verður kýlaveikinnar vart þó að vitað sé að smit sé til staðar, í öðrum ám finnast örfáir fiskar og í einstaka tilviki finnast einhverjir tugir fiska sjúkir eða dauðir eitt og eitt ár. I þeim tilvikum eru umhverf- isaðstæður mjög erfiðar, lítið vatnsrennsli og mikill vatnshiti þar sem þéttleiki fiska er mikill. Þar verður mikil streita hjá fisk- inum sem minnkar mótstöðu hans. í öðrum ám verður ekki eða lítið vart við sýktan fisk og eru þá umhverfisaðstæður hagstæðari fiski. Meiri líkur eru á að dauður og sýktur fiskur finn- ist í minni ám en stórum. Sömu sögu má segja annars staðar frá þar sem kýlaveiki er Sigurður Guðjónsson 52 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.