Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 35

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 35
birni Egilssyni, eiganda Ra- dio og raftækjavinnustof- unnar við Oðinsgötu. Þeir félagar, skyldulið þeirra og kunningjar veiða svo þarna í óskiptu þar til árið 1963 að eigendur Iðu I endurheimta sinn veiðirétt. Þá skiptist veiðitíminn til helminga milli jarðanna. Þremenningarnir, sem nú eru allir látnir, og þeirra af- komendur héldu áfram að nýta rétt Iðu II. Kunnastir veiðimenn á vegum Iðu I eru þeir félagar Gunnar Petersen, Gunnlaugur Pétursson, Jón Kárason, Kristján Gíslason og bræðurnir Pétur og Ragnar Georgssyn- ir. Pessu segir Kristján Gíslason frá í bók sinni, Af fiskum og flugum, sem út kom hjá Forlaginu árið 1990. Þar er einnig að finna lýsingu á veiðisvæðinu sem er vatnaskil Stóru-Laxár, Litlu-Laxár og Hvítár, um hálfur annar kílómetri niður að Iðubrú. Þarna hafa menn verið drjúgir við að veiða á stórar flugur, einkanlega með tví- hendu og sökklínu og svo með „aðferð- inni“, það er kaststöng með túbu og taum- sökku. Laxinn liggur í skilum jökulvatnsins og bergvatnsins sem gjarnan gengur inn undir litaða vatnið. Því þarf að kasta vel út fyrir skilin og láta sökkva ef ná á til fisksins og er það auðvelt í hagstæðri sunnanátt en illt trúi ég sé að athafna sig í þessu skjól- leysi þegar vindur blæs á norðan og norð- austan. Greinilegt er að þarna hefur átt sér stað mikið landbrot að austanverðu og ekki of- mælt að gengið hafi um 20 metra á gras- bakkana og því er jafnbreitt sandbelti með- fram ánni. Óhægt er að tylla sér niður og hefur því verið komið fyrir nokkrum her- mannastólum í sandinum og grind til að geyma stengurnar á. Hvort tveggja verkar framandi á þann sem kemur þarna í fyrsta skipti, líkast um- hverfislist í framúrstefnu- stíl. Það var með nokkurri til- hlökkun að ég heimsótti staðinn í boði Garðars H. Svavarssonar sem þar hefur veitt á hverju sumri í mörg ár. Þar voru reyndar einnig frægari gestir frá Frakk- landi, listamaðurinn Erró og kunningi hans, Monsieur Abadie, forstöðumaður listasafnsins Jeu de Paume í París. Þarna voru einnig að veiðum Matthías Jónsson múrari, Birgir Sumarliðason flugstjóri og Amundi Jóhannsson tæknifræðingur sem ráðstafar þeim hluta leyfanna sem tilheyra Iðul. Laxinn var erfiður þennan dag, það virt- ist nóg af honum en ekki vildi hann flug- urnar sem honum voru sýndar, reis þó við þeim og glefsaði í þær en svo kvaddi hann kóng og prest. Því var ekki að leyna að laxinn var veikastur fyrir maðki og var Matthías múrari lunknastur að festa í hon- um og náði fjórum, Birgir flugstjóri land- aði einum 13 punda og Erró veiddi nýrunn- inn smálax og lék á als oddi. Það vakti athygli hve alþýðlegur og til- gerðarlaus Erró er, jafnfús að hlusta á skoðanir annarra og að tjá eigin hug. Sýnt virðist að hann gengur að hverju og einu með opin skilningarvit enda er það aðall hins frjóa listskapanda - og veiðimanns. Yfir rjúkandi kjötsúpu í hléinu barst talið að matargerðarlist og margvíslegri mat- reiðslu á laxi og Iofaði listamaðurinn, sem ásamt listfræðingnum franska er mikill „gourmet“, að senda Veiðimanninum uppskrift að „exótískum“ laxarétti til birt- ingar á næstunni. GP Kampakátir. Erró, Garðar H. Svavarsson og Abadie. VEIÐIMAÐURINN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.