Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 35
birni Egilssyni, eiganda Ra-
dio og raftækjavinnustof-
unnar við Oðinsgötu.
Þeir félagar, skyldulið
þeirra og kunningjar veiða
svo þarna í óskiptu þar til
árið 1963 að eigendur Iðu I
endurheimta sinn veiðirétt.
Þá skiptist veiðitíminn til
helminga milli jarðanna.
Þremenningarnir, sem nú
eru allir látnir, og þeirra af-
komendur héldu áfram að
nýta rétt Iðu II.
Kunnastir veiðimenn á vegum Iðu I eru
þeir félagar Gunnar Petersen, Gunnlaugur
Pétursson, Jón Kárason, Kristján Gíslason
og bræðurnir Pétur og Ragnar Georgssyn-
ir.
Pessu segir Kristján Gíslason frá í bók
sinni, Af fiskum og flugum, sem út kom hjá
Forlaginu árið 1990. Þar er einnig að finna
lýsingu á veiðisvæðinu sem er vatnaskil
Stóru-Laxár, Litlu-Laxár og Hvítár, um
hálfur annar kílómetri niður að Iðubrú.
Þarna hafa menn verið drjúgir við að
veiða á stórar flugur, einkanlega með tví-
hendu og sökklínu og svo með „aðferð-
inni“, það er kaststöng með túbu og taum-
sökku. Laxinn liggur í skilum jökulvatnsins
og bergvatnsins sem gjarnan gengur inn
undir litaða vatnið. Því þarf að kasta vel út
fyrir skilin og láta sökkva ef ná á til fisksins
og er það auðvelt í hagstæðri sunnanátt en
illt trúi ég sé að athafna sig í þessu skjól-
leysi þegar vindur blæs á norðan og norð-
austan.
Greinilegt er að þarna hefur átt sér stað
mikið landbrot að austanverðu og ekki of-
mælt að gengið hafi um 20 metra á gras-
bakkana og því er jafnbreitt sandbelti með-
fram ánni. Óhægt er að tylla sér niður og
hefur því verið komið fyrir nokkrum her-
mannastólum í sandinum og grind til að
geyma stengurnar á. Hvort
tveggja verkar framandi á
þann sem kemur þarna í
fyrsta skipti, líkast um-
hverfislist í framúrstefnu-
stíl.
Það var með nokkurri til-
hlökkun að ég heimsótti
staðinn í boði Garðars H.
Svavarssonar sem þar hefur
veitt á hverju sumri í mörg
ár. Þar voru reyndar einnig
frægari gestir frá Frakk-
landi, listamaðurinn Erró og kunningi
hans, Monsieur Abadie, forstöðumaður
listasafnsins Jeu de Paume í París. Þarna
voru einnig að veiðum Matthías Jónsson
múrari, Birgir Sumarliðason flugstjóri og
Amundi Jóhannsson tæknifræðingur sem
ráðstafar þeim hluta leyfanna sem tilheyra
Iðul.
Laxinn var erfiður þennan dag, það virt-
ist nóg af honum en ekki vildi hann flug-
urnar sem honum voru sýndar, reis þó við
þeim og glefsaði í þær en svo kvaddi hann
kóng og prest. Því var ekki að leyna að
laxinn var veikastur fyrir maðki og var
Matthías múrari lunknastur að festa í hon-
um og náði fjórum, Birgir flugstjóri land-
aði einum 13 punda og Erró veiddi nýrunn-
inn smálax og lék á als oddi.
Það vakti athygli hve alþýðlegur og til-
gerðarlaus Erró er, jafnfús að hlusta á
skoðanir annarra og að tjá eigin hug. Sýnt
virðist að hann gengur að hverju og einu
með opin skilningarvit enda er það aðall
hins frjóa listskapanda - og veiðimanns.
Yfir rjúkandi kjötsúpu í hléinu barst talið
að matargerðarlist og margvíslegri mat-
reiðslu á laxi og Iofaði listamaðurinn, sem
ásamt listfræðingnum franska er mikill
„gourmet“, að senda Veiðimanninum
uppskrift að „exótískum“ laxarétti til birt-
ingar á næstunni. GP
Kampakátir. Erró, Garðar
H. Svavarsson og Abadie.
VEIÐIMAÐURINN
35