Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 56

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 56
VEIDISKÝRSLUR ’95 ELLIÐAÁR Fyrstu 3 laxarnir komu í kistuna við raf- stöðina 30. maí. Árnar voru opnaðar 15. júní á hefðbundinn hátt með því að borgar- stjóri og aðrir forráðamenn Reykjavíkur- borgar og Rafmagnsveitu Reykjavíkur renndu fyrst í árnar. Fyrsti laxinn lét á sér standa og veiddist ekki fyrr en viku seinna eða 22. júní. Ganga var mjög treg í júní- mánuði og þann mánuð veiddust aðeins 16 laxar. Bragi Jónsson og Jón P. Einarsson með „fullt hús“. Laxagöngur í árnar voru með dræmasta móti í upphafi veiðitímans en í lok veiði- tímans sýndi teljari við rafstöð að 2232 lax- ar höfðu farið þar um samanborið við 2041 lax 1994. Þetta skeði þrátt fyrir að rennsli ánna var fyrir neðan meðallag allt sumarið eða niður í l,5-2m3 miðað við meðalrennsli sem er 4,5m3. Teljarinn við Elliðavatnsstíflu taldist ekki vera öruggur og gaf engar áreiðanleg- ar tölur en starfsmenn í rafstöð telja að mjög lítið af laxi hafi gengið upp í vatn. Alls veiddust síðastliðið sumar 1088 lax- ar (1994-1131, 1993-1391) og var meðal- þyngdin 5,1023 p. eða 2,5510 kg. (1994- 4,9412 p.). Fluguveiði var heldur lakari en á síðastliðnu sumri, eða 40,8 %, miðað við 62,6% árið 1994. Síðari hluta sumars varð vart við laxa sem að bersýnilega voru sýktir og voru þeir sendir til rannsóknar til Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum. Rann- sóknin leiddi í ljós að um var að ræða svo- kallaða kýlapest. Hún herjar á ýmsar fisk- tegundir, bæði í söltu og fersku vatni. Þegar það kom í ljós, að hér var alvarleg sýking komin í Elliðaárlaxinn, var brugðist hart við af ráðamönnum Rafmagnsveitu Reykjavíkur og sett í gang alger sótthreins- un á öllum veiðitækjum og búnaði veiði- manna og var það framkvæmt af veiðivörð- um af mikilli nákvæmni. Þegar þessi skýrsla er gerð hefur verið ákveðið að taka klaklax, eins og venja hef- ur verið um árabil, því hrognin eru ekki sýkt af þessari bakteríu. í vor er áætlað að fanga allan hoplax og farga honum. Síðan verður tíminn að leiða í ljós hversu langan tíma tekur að hreinsa þennan sterka Ell- iðaárstofn af þessari óværu. Sýkingin er talin stafa af því meðal annars að kýlaveiki- bakterían þrífst best við þau skilyrði sem voru í árvatninu í sumar en hitinn var oft 16-18 gráður og laxinn staðnæmdist oft í svokölluðum þrepum, sem eru neðan Ár- bæjarstíflu og var þar oft þéttskipað, enda veiddust þar fleiri laxar en í fyrra eða 372 á móti 244 árið 1944. 56 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.