Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 56

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 56
VEIDISKÝRSLUR ’95 ELLIÐAÁR Fyrstu 3 laxarnir komu í kistuna við raf- stöðina 30. maí. Árnar voru opnaðar 15. júní á hefðbundinn hátt með því að borgar- stjóri og aðrir forráðamenn Reykjavíkur- borgar og Rafmagnsveitu Reykjavíkur renndu fyrst í árnar. Fyrsti laxinn lét á sér standa og veiddist ekki fyrr en viku seinna eða 22. júní. Ganga var mjög treg í júní- mánuði og þann mánuð veiddust aðeins 16 laxar. Bragi Jónsson og Jón P. Einarsson með „fullt hús“. Laxagöngur í árnar voru með dræmasta móti í upphafi veiðitímans en í lok veiði- tímans sýndi teljari við rafstöð að 2232 lax- ar höfðu farið þar um samanborið við 2041 lax 1994. Þetta skeði þrátt fyrir að rennsli ánna var fyrir neðan meðallag allt sumarið eða niður í l,5-2m3 miðað við meðalrennsli sem er 4,5m3. Teljarinn við Elliðavatnsstíflu taldist ekki vera öruggur og gaf engar áreiðanleg- ar tölur en starfsmenn í rafstöð telja að mjög lítið af laxi hafi gengið upp í vatn. Alls veiddust síðastliðið sumar 1088 lax- ar (1994-1131, 1993-1391) og var meðal- þyngdin 5,1023 p. eða 2,5510 kg. (1994- 4,9412 p.). Fluguveiði var heldur lakari en á síðastliðnu sumri, eða 40,8 %, miðað við 62,6% árið 1994. Síðari hluta sumars varð vart við laxa sem að bersýnilega voru sýktir og voru þeir sendir til rannsóknar til Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum. Rann- sóknin leiddi í ljós að um var að ræða svo- kallaða kýlapest. Hún herjar á ýmsar fisk- tegundir, bæði í söltu og fersku vatni. Þegar það kom í ljós, að hér var alvarleg sýking komin í Elliðaárlaxinn, var brugðist hart við af ráðamönnum Rafmagnsveitu Reykjavíkur og sett í gang alger sótthreins- un á öllum veiðitækjum og búnaði veiði- manna og var það framkvæmt af veiðivörð- um af mikilli nákvæmni. Þegar þessi skýrsla er gerð hefur verið ákveðið að taka klaklax, eins og venja hef- ur verið um árabil, því hrognin eru ekki sýkt af þessari bakteríu. í vor er áætlað að fanga allan hoplax og farga honum. Síðan verður tíminn að leiða í ljós hversu langan tíma tekur að hreinsa þennan sterka Ell- iðaárstofn af þessari óværu. Sýkingin er talin stafa af því meðal annars að kýlaveiki- bakterían þrífst best við þau skilyrði sem voru í árvatninu í sumar en hitinn var oft 16-18 gráður og laxinn staðnæmdist oft í svokölluðum þrepum, sem eru neðan Ár- bæjarstíflu og var þar oft þéttskipað, enda veiddust þar fleiri laxar en í fyrra eða 372 á móti 244 árið 1944. 56 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.