Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 68

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 68
JÖRUNDUR GUDMUNDSSON NOKKUR ORÐ UM MÁLGAGN STANGAVEIÐIMANNA íhaldssemi er um margt undarlegt fyrir- bæri. Líkt og annað í þessari veröld and- stæðna á hún sér bjartar og dökkar hliðar. Vangaveltur um þetta tvíeðli tilverunnar hjálpar okkur gjarnan til þess að átta okkur á eðli hvers máls. í því sem á eftir fer langar mig að setja frarn nokkrar hugleiðingar um íhaldssemi og Veiðimanninn — málgagn stangaveiðimanna. í málvitund okkar hefur hugtakið íhald fremur neikvæða merkingu, ólíkt því sem gerist í mörgum öðrum tungumálum og er ekki laust við að merking þess í daglegu tali beri keim af tungutaki stjórnmálanna. í hugum flestra er mæla á íslenska tungu hefur hugtakið ímynd þess sem rembist eins og rjúpan við staurinn að halda aftur af breytingum. Ég vil þó leyfa mér að minna á aðra og eðlilegri semsetningu þessa hug- taks eins og hún þekkist meðal annarra þjóða. Þar togast á tvíþætt eðli þess, nefni- lega varðveisla og afturhald. Ef við hugleiðum hvaða hugtak mætti til nefna sem andstæðu við íhald í merking- unni afturhald þá komum við, að því er ég fæ best séð, að tómum kofanum í máli okkar, en þessi andstaða er í mínum huga breyting breytinganna vegna. En nóg um hugtakarýni í bili. Ég „sting hér niður penna“ til þess að taka áskorun nýskipaðs ritstjóra Veiði- mannsins — málgagns stangaveiðimanna, Gylfa Pálsonar í næstsíðasta tölublaði (nr. 145,1994). Tilefnið er breytt efnistök tíma- ritsins og hugleiðingar ritstjóra um tregðu ritfærra manna til þess að senda ritinu efni úr smiðju sinni. I einfeldni minni hélt ég að tímarit sem hefur undirtitilinn — málgagn stangaveiði- manna — væri tileinkað stangaveiðiíþrótt- inni einni og sér, ekki síst í ljósi þess að það hefur verið gefið út um áratuga skeið af elsta og fjölmennasta stangaveiðifélagi landsins. Félagi sem leiðir saman menn í krafti sameiginlegs áhugamáls — stanga- veiði. Satt best að segja þá hélt ég að Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefði þegar dregið lærdóm af fyrri reynslu sinni af slík- um tilraunum með Veiðimanninn. Skot- veiði var um tíma veitt rými í blaðinu, en sá siður var aflagður. Ég fæ ekki betur séð, af lestri fyrri árganga blaðsins, en að þetta hafi gerst vegna þess að áhuga félags- manna skorti. Ég fæ ekki varist þeirri hugs- un að það, að koma slíkri ritstjórnarbreyt- ingu á, hljóti einfaldlega að vera leið rök- villa í hugsanagangi annars ágætra manna sem svo hafa skipað málum. Að fjalla um skotveiði í sértímariti um stangaveiði er í besta falli mótsögn í sjálfu sér. Mest undrar mig að nýr ritstjóri, sem sendir frá sér sitt fyrsta tölublað, skuli ætl- ast til þess að vera tekinn alvarlega þegar hann réttlætir breytta ritstjórnarstefnu sem þessa með því að aðföng til blaðsins séu of 68 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.