Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Qupperneq 14

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Qupperneq 14
voru arkitektar, sem lögðu áherslu á hina fagurfræðilegu hlið bygginga, stílinn. I öðru lagi var járnarkitektúrinn. Höfundar hans voru verkfræðingar. Þeir íþyngdu sér ekki með stílfræði- legum vangaveltum en hönnuðu þess í stað út frá verkfræðilegum forsendum og eiginleikum efnanna. Nýstárleg rýmissköpun, fjöldaframleidd byggingarefni og skrautleysi járnarkitektúrsins gera hann að forvera módernism- ans. Undir og um aldamótin 1900 fór að gæta vaxandi gagnrýni á sögustíllinn, sem þótti of yfirborðslegur. Talað var í fyrirlitningartón um trúðbúning byggingarlistarinnar og arkitektum var borið á brýn að vera leiktjaldasmiðir. Svipuð gagnrýni heyrist nú á dögum en í þetta skipti er henni beint gegn post'tnódernistunum sem iðka endurvakningu og eklektisma, og þeir eru sakaðir um að beita sviðsetningaraðferðum í arkitektúr. Um aldamótin varð krafan um heiðarleika á öllum sviðum æ háværari og bent var á nauðsyn þess að taka upp nýjan lífsstíl og hugsunarhátt í takt við nútíðina og tíðarandann. Hefðin var í hugum manna orðin að oki, bagga, sem nauðsyn var að varpa frá sér til að fá frelsi til nýsköpunar. I verkum frumherja módernism' ans má sjá vísi að þeirri þróun sem smám saman átti sér stað. Nefna má skýjakljúfaarki' tektúrinn í Bandaríkjunum á síðustu áratugum 19. aldar og hina frægu kennisetningu banda- ríska arkitektsins, Louis Sullivan, „Form follows function”, formið ræðst af hlutverki eða notum, en sú setning er augljóslega í hróplegu ósamræmi við sögu- stílinn. Tæknilega skipti tilkoma stein- steypunnar vitaskuld miklu máli. Skömmu eftir aldamótin gerði Frakkinn Tony Garnier tillögu að iðnaðarborg sem reisa átti úr steinsteypu, þar sem hann benti á nýstárlegar úrlausnir á uppbygg- ingu og skipulagi nútímaborga. En eitt veigamesta atriðið í mótun módernismans var rýmisbylting kúbismans á árunum 1908-14. Kúbistarnir hurfu frá klassískri rýmissköpun endur- reisnarinnar sem þeim fannst of takmörkuð og ekki nægilega vel til þess fallin að túlka flókinn nútímann. Kúbistarnir túlkuðu rýmið frá mörgum hliðum og sýndu margar víddir samtímis í sömu mynd. Sjónar- hornið varð því hreyfanlegt og enginn einn hlutur myndarinnar var mikilvægari en annar. I framhaldi af kúbismanum kom geometríska abstraktlistin og báðar þessar stefnur höfðu víðtæk áhrif á rýmishugsun módernism- ans. Fjarvídd endurreisnarinnar var látin lönd og leið og hið nýja tímarými tekið upp. Fyrir áhrif frá kúbismanum var farið að leysa upp rými í byggingum, ytra rými varð ekki skynjað frá einum punkti og innra rými varð fljótandi. I Þýskalandi einbeittu menn sér að því að hanna fyrir vélina og samstarf tókst milli hönnuða og iðnrekenda með tilkomu félagsins Deutscher Werkbund þegar á fyrsta áratug 20. aldar. Það kom í hlut Aust- urríkis að skera upp herör gegn skreyti í arkitektúr. Adolf Loos birti ritgerð sína Skreyti og glæpur árið 1908 og sjálfur fylgdi hann skoðunum sínum eftir með því að hanna einföld, skrautlaus og hvítmáluð hús. I verkum frumherjanna var lagður grunnur að módernismanum, nýrri hugsun í byggingar- list, og það á kostnað þess að ýmislegt sem öldum saman hafði verið stór þáttur í byggingar- listinni varð nú að víkja. Post- módernisminn sakaði síðar módernismann um að hafa rænt sig hefðinni, skrautinu, litnum, líkingunni, táknmálinu og jafnvel kímnigáfunni. A millistríðsárunum náði módernismi í arkitektúr fullum þroska. Nú hefur um nokkurt skeið verið í tísku að nefna þetta tímabil hetjulegan módernisma vegna háleitra og útópískra markmiða þeirra sem stefnuna mótuðu. Franski arkitektinn Le Corbusier var talsmaður þess sem hann nefndi hinn nýja tíðaranda. Hann setti skoðanir sínar fram í riti, I átt að arkitektúr, árið 1923. Þar lagði hann áherslu á fjölda- framleiðslu og vel hannað umhverfi, og hann gekk jafnvel svo langt að ýja að því, að gott skipulag og vandaður arkitektúr gæti komið í veg fyrir þjóðfélags- byltingu. Þýski arkitektinn Walter Gropius, sem um tíma var skólastjóri Bauhaus skólans, var einnig talsmaður bættrar hönnunar og betra umhverfis. Hann vildi koma á samvinnu milli listar og tækni. Nemendur Bauhaus-skólans voru hvattir til að hanna hluti sem framleiða mætti með tilhjálp véla og þessir hlutir voru síðan boðnir iðnrekendum til framleiðslu. Og í raun snerist málið um að hafa stjórn á og ná valdi á iðnvæðingu í því skyni að skapa manneskjulegt umhverfi sem kæmi til móts við breytingar í þjóðfélaginu og nýjan tíðaranda. Ný og skýr hugsun í byggingarlist hafði litið dagsins ljós. Hún hafði orðið til með því að gera „tabula rasa”, ryðja borðið, 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.