Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 24

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 24
Supernova rannsökuð með augum tækninar. BREYTINGAR OG FRAMANDLEIKI í ARKITEKTÚR GUÐJÓN BJARNASON arkitekt því leikur lítill vafi að menningarstraumar í hinum þróaðri iðnþjóðfélögum hafa tekið miklum breytingum frá því á sjötta áratugnum. I listum, vísindum og heimspeki hefur það viðhorf sem var allsráðandi eftir seinni heimsstyrjöldina - alþjóð- lega nútímastefna smám saman misst löghelgað fylgi sitt og orðið að þola sífellt harðari gagnrýni á innviði sína. Nútímastefnan í dag virðist fyrst og fremst fela í sér afdráttarlausa raunhyggjustefnu þ.e.s. að viðfangsefni hennar eru fremur byggð á hefðbundnum rann- sóknum á raunhæfum og praktískum fyrirbærum en á víðsýnni fræðimennsku, og hefur hún hafnað allri frumspekilegri íhugun. Hrein og bein skynsemdarhyggja, notagildi ofar öllu og ofurtrú á tæknilegar úrlausnir hafa jafnframt einkennt hana. Nútímastefnunni hefur einnig fylgt trú á endalausar framfarir, fullkominn og endatv legan sannleika, stöðlun þekking- ar og framleiðslu og skynsamlega skipulagningu fyrirmyndarþjóð- félagsins. A sjötta áratugnum og í byrjun hins sjöunda fóru ýmsir meginþættir nútímastefnunnar að molna vegna tilbreytingar- leysis og einstrengingsháttar og sífellt minnkandi trúar á fram- faragetu mannsins. I heimspeki og bókmenntalegri gagnrýni hófust í Bandaríkjunum og Frakklandi þær stefnur er kallaðar hafa verið eftirform-gerðarstefna (poststruct- uralismi) og leysirýni (decon- struction) með þá Michael Foucoult og Jacques Derrida í fararbroddi. Hinn fyrrgreindi hefur rannsakað manninn á jaðri þekkingar sinnar og gefur í skyn að tækni og vísindi samtímans

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.