Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 25

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 25
hafi innifalin í sér sjálfvirk rök sem í sjálfu sér ráði yfir og stjórni þjóðfélaginu. Derrida hefur aftur á móti sundurgreint klassísk fræði á afar rökrænan og kerfisbundinn hátt til að finna brenglun í undir- meðvitund höfundanna sem er gagnstæð raunverulegri merkingu og ásetningi þeirra.I vísindalegri heimspeki fór að gæta aukinnar stjórnleysisstefnu gegn ofurvaldi praktískra rannsóknaraðferða og allrar smættarhyggju (ofurein földuar) og vélhyggju (það að allt sé háð fyrirfram ákveðnum lög- málum) einkum í sambandi við rannsóknir á smæstu einingum efnisins, þ.e. skammtaaflsfræði. I listum beindist gagnrýnin einkum að aukinni efnishyggju og hlutadýrkun og úr urðu hreyfing- ar eins og naumhyggja, síðnaumhyggja, hugmyndafræði- leg list og poppið. í listaheiiri' spekinni birtast nú í fyrsta sinn efasemdir um listamanninn sem virkan aðila með séreinkenni í þjóðfélaginu og upp spratt kenn- ingin um það sem nefnt hefur verið „Dauði höfundarins” en það má útleggjast sem tilfinningaleg og fagurfræðileg fjarlægð lista- mannsins í iðu neyslusam félags- ins. Innan byggingarlistarinnar lýsir gagnrýnandinn Charles Jencks yfir dauða módernismans árið 1972. Ameríski alþýðu- arkitektinn Robert Venturi skrifar árið 1966, (Complexity and Contradiction) Flókindi og mótsagnir, en sú bók hafði geysimikil áhrif og lagði grunninn að öllum afturhvarfssinnuðum sögustíl. A Ítalíu myndar arkitektúr gagnrýnandinn Manfredo Tafuri og arkitektinn Aldo Rossi kenningar sínar um arkitektúr í andstöðu við nútímastefnuna og hefja til vegs byggingarlist án fagurgilda, Sálfræðileg rými John Hejduks bera keim af myndveröld Picassos. Peter Eisenman, skreytingin hefur tekið sér bólfestu í burðarvirkinu. I arkitektúr hans eru öll klassísk stigveldi jöfnuð út. 23

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.