Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 29

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 29
Rússarnir, Komar og Melemid, klassíkin halaklippt. Veröld táknsögunnar, tilvísun til ókunnra atburða. Norræna húsið er í sjálfu sér skýrt dæmi um allegoríska byggingu, má heita næsta víst að strýtuform þess vísar til fjalladýrðarinnar hér í kring og margræðin blendingur sést í virkni þess og útliti. Aðkoman er vísar til Hallgríms- kirkju þegar gengið er upp að byggingunni er að einhverju leyti framandleg við þessa byggingu. En svo að ég haldi áfram með Owens þá tengir hann táknsögu- kenningu sína við bandaríska landlist þar sem listaverkið er séð sem rúst sem tíminn hefur unnið á og sem slíkt er það ekki einungis samlagað náttúrunni heldur segir einnig sögu þess sbr. vatnslista- verkið Spiral Jetty eftir Robert Smitson en sú mýta er til að stöðug hringiða sé á botni vatnsins. Arkitektar gætu ef til vill tekið mið af þessu innleggi og beitt aðferðum til að nýta sér kenningar postmódernismans á jákvæðan hátt. Aðferðafræðin við að búa til allegorískar bygging ar myndi til dæmis sýna viðleitni til áhrifa frá nálægum og fjarlægum viðburðum. Arkitektar mundu á meðvitaðan hátt sundurliða og greina (decon- struct) og leitast við að rýra ýmsa gelda þætti nútímastefnunnar til að opna þær upp og auðga með nýjum gildum og ímyndum sem ættu tilvitnanir til uppruna, og nálægðar en gæta þess samtímis að auðga hana með viðhorfum frá enn fjarlægari uppruna eins og t.d. nútíma vísindakenningum sem ég mun koma stuttlega að síðar. Breski arkitektúrgagn- rýnandinn Kenneth Frampton hefur sagt að á þessum flóknu tímum sé engin lifandi leið möguleg til að viðhalda hefð hjá nútímamanninum án einhverra tilbúinna mótsagna, þ.e. einhvers konar ókunns framandleika frá ókunnum uppsprettum. Sá góði maður hefur einnig sagt um íslenskan arkitektúr „ að langbesti arkitektúrinn sé sá sem enn er óbyggður”. Hið framandlega í arkitektúr má skilja sem hið óútskýranlega, fjarlæga í tíma og rými og hið brotakennda. Mikilvægi hugmyndarinnar um notkun táknsögu í raunveruleikanum liggur í glímunni milli löngunar- innar til að túlka annars vegar hið ómælanlega og hins vegar erfiðleika þess og gætu þessi átök á vissan hátt skapað hugmynda- fræðilegan grundvöll er endur- speglaði hrifningu á hinu fjarlæga og ósamræmanlega í rými og tíma. Þörfin fyrir það óumræðan- lega, það að fara út fyrir mörk vitundarinnar, sigla sínum eigin skrýtnu seglum og nota orð sem ekki voru hluti af neinu tungmáli nema höfundarins er nú viður- 27

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.