Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 33

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 33
SNIÐ A-AA KRINGLUTORG ÞRÁINN HAUKSSON landslagsarkitekt Hönnun: Landslagsarkitektar Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson. Verkkaupi: Borgarskipulag og Gatnamálastjórinn í Reykjavík. Samstarfsaðilar: Verkfræðingar VST og Garðar Lárusson, Kristinn Hrafnsson, mynd- höggvari, Einar Þorsteinn Asgeirsson (athugun á yfirtjöldun). SKIPULAGSFORSENDUR I deiliskipulagi Kringlusvæðisins hefur frá upphafi verið gert ráð fyrir torgi milli Borgarleikhúss, Verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar og Borgarkringlunn- ar. I skipulaginu var ennfremur ráðstafað lóðum fyrir Borgar- bókasafn og Landsbankabygg- ingu, en á meðan ekki liggja fyrir ákvarðanir um byggingu þeirra mannvirkja, verða lóðirnar notaðar undir bílastæði. Meira að segja hafa verið uppi hugmyndir um að byggja þar bílastæðahús vegna hins mikla umferðarálags á Kringlusvæðið. UMFERÐ BIFREIÐA OG GANGANDI FÓLKS Kvöð er um leið fyrir slökkvibíla um sundið milli Kringlunnar og Borgarkringlunnar. Farið var fram á að leigubílar ættu möguleika á viðsnúningi á torginu. Ennfremur er gert ráð fyrir aðkomu flutningabifreiða í tengslum við uppákomur á torginu. Mikilvægar gönguleiðir liggja að svæðinu og um það. Almenningsrými bygginganna beinast að torginu og að því liggja skyndibita-, veitinga- og skemmtistaðir. RÝMISMYND TORGSINS Kringlan og Borgarkringlan mynda þægilega stórt rými sem snýr vel við sól. Sundið milli bygginganna rýrir þó dvalar- möguleika, því norðanstrengur á greiða leið í gegn. Ohægt er um vik með skjólmyndun vegna brunavarnaleiðarinnar. Afmörk' un rýmisins til suðausturs er ekki jafnskýr. Rýmismyndandi bygg- ingar eru handan aðliggjandi gatna, íbúðir aldraðra V.R.- manna og Verslunarskólinn. Borgarleikhúsið afmarkar torgið að suðvestanverðu og er gólfhæð þess tæpum 2 metrum hærri en jarðhæðir verslunarbygginganna. MARKMIÐ Markmið með skipulagi torgsins er að skapa aðlaðandi borgar- umhverfi, sem gefur möguleika á fjölbreyttu mannlífi og aðliggjandi byggingum tilhlýðilegt rými. Sérstaklega eru hafðir í huga annars takmarkaðir útivistarmöguleikar á svæðinu. 31

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.