Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Qupperneq 35
SAGA REYKJAVIKUR -
BÆRINN VAKNAR
Útgófa Sögu Reykjavíkur er stórvirki ííslenskri bókaútgáfu
og er hér á ferðinni vanáaðasta og glœsilegsta verk
sinnar tegundar sem nokkru sinni hefur komið út á
íslandi. Hvergi hefur verið sparað til að gera útgáfuna
sem best úr garði svo að Reykjavíkurborg og öllum
aðstandendum verksins sé sómi að. Saga Reykjavíkur er
sannkallað listaverkí máli og myndumjafnframt því að
vera saga höfuðborgarinnar í fortíð og nútið.
Saga Reykjavíkur er ekki aðeins bók sem unun er að
fletta og skoða, heldur og einstaklega aðgengilegt og
lœsilegt verk. Þar er saga höfuðborgarinnar og íbúa
hennar sögð á alþýðlegan og skemmtilegan hátt án
þess að slakað sé á kröfum um vönduð og fagmannleg
vinnubrögð. Hvarvetna er leitast við að draga upp skýra
mynd af atburðum fyrir lesandann og láta fólk og
mannlíf í Reykjavík fyrri ára lifna við fyrir hugskotssjónum
hans.
Bókin sem nú er komin út segir sögu fyrri hluta tímabilsins
1870-1940. Hún eröóöblaðsíður, enallsmá gera ráðfyrir
að verkið allt verði um 3000 blaðsíður að stcerð. í þessu
bindi er geysilega mikið myndefni af ýmsu tagi, Ijós-
myndir, málverk, kort, línurit, gröf og teikningar. Þar á
meðal er mikið af gömlum og forvitnilegum Ijósmyndum
sem aldrei hafa sérst á prenti áður. Mjög ítarlegar skrár
fylgja bókinni.
Byggingarsaga Reykjavíkur er rakin og sagt frá breytin-
gum í byggingarstíl og bygginarefnum, frá torfkofum
tómthúsmanna upp í snikkaravillurnar sem stöndugir
iðnaðarmenn byggðu um aldamótin og stórhýsi kaup-
mannanna og embœftismanna.
Samgöngumálum er helgaður kafli í bókinni og þar er
sagt frá reiðvegum og umferð gangandi vegfarenda,
lagningu gatna og fortóa, en einnig frá ýmsum
nýmœlum, svo sem hestvögnum, reiðhjólum og fyrstu
bifreiðunum.
Þetta mikla verk hefur verið í undirbúningi í rúman ára-
tug, en tilefni þess að ráðist var 1 ritun sögu Reykjavíkur
var 200 ára afmœli höfuðborgarinnar árið 1986. Þrír
sagnfrceðingar hafa unnið að verkinu og er það bindi
sem nú hefur litið dagsins Ijós ritað af Guðjóni Friðrikssyni
sagnfrœðingi.
NÝR LAMPI FRÁ LUXO
Allir hönnuðir þekkja LUXO lampann, en þessi lampi
hefur lýstteikniborð hönnuða og skrifstofur í meira en 50
ár. Hentugri lampi þekktist varla, enda veittist honum sá
heiður að vera valinn á „Museum of Modern Art and
Technology" í New York.
Þessi lampi hefur þjónað hlutverki sínu með prýði, en nú
eru komnar til sögunnar nýjar þarfir á vinnustöðum. Til
dcemis þarf mjög sérhcefða lýsingu við tölvuskjái, ef vel
á að vera. Til þess að mceta þessum nýju þörfum hefur
fyrirtcekið þróað nýjan lampa PL-410sem dreifir Ijósinu á
„assymmetriskan" hátt m.a. til þess að koma í veg fyrir
glampa á tölvuskjám. Þessi lampi notar mjög litla orku
og eyðiraðeins 11W (gefursamtsömu lýsingu og venju-
leg 75W pera) og gefur frá sér lítinn hita. Hcegt er að fá
þennan lampaí perlugráum,svörtum, brúnum og hvítum
lit.
PL-410 lampinn er ekki aðeins hentugur sem lýsing við
tölvuskjái, heldur á hann einnig mjög vel við sem hvers
konar vinnuljós. Auðvelt að flytja Ijósið til og stilla það
eins og á fyrirrennara hans, þannig að maður fái Ijósið úr
réttri hceð og horni.
RAFTEIKNING HF
RAÐGJAFARVERKFRÆÐINGAR - Sími 628144
VERKSVIÐ
RAF- OG LÝSINGARKERFI
VIRKJANIR OG ORKUKERFI
STÝRI- OG STJÓRNKERFI
HAGKVÆMNISATHUGANIR
VERKEFNASTJÓRN OG EFTIRLIT
33