Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 37
UMFERÐARKERFIÐ
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
OG NÝR
FLUGVÖLLUR Á álftanesi
ÞORBERGUR ÓLAFSSON
Umferðin í miðborg
Reykjavíkur og reyndar
öllu höfuðborgar-
svæðinu er orðin
geigvænleg. Það eykur á vandann
að bílstæði eru alltof fá í miðborg
Reykjavíkur.Götur eru þröngar í
gamla miðbænum. Það hefur
verið á það minnst að flytja þurfi
flugvöllinn í Reykjavík og þá
hefur Alftanes komið til álita sem
svæði fyrir nýjan flugvöll. Ef
grannt er skoðað myndi fátt
greiða betur úr umferðarflækju
Reykjavíkurborgar en flytja
núverandi flugvöll. Samhliða
þyrfti að brúa Skerjafjörð. Við
það fjölgaði valkostum í
umferðinni frá Reykjavík og til
Hafnarfjarðar og áfram á
Suðurnes. Jafnframt rýmkaðist um
nÝ byggingasvæði fyrir miðborg
Reykjavíkur. Þessi róttæka
breyting myndi dreifa miklum
umferðarþunga og gefa aukið
svigrúm á mörgum sviðum.
NÝR FLUGVÖLLUR Á ÁLFTANESI
Fyrir rúmu ári birtist í Morgun-
blaðinu grein sem ég skrifaði og
fjallaði um að gerð yrði ítarleg
könnun á því hvort hagkvæmt
myndi vera, m.a. af öryggis-
ástæðum, að gera flugvöll á
grynningunum við Álftanes.
Þetta mál hefur mikið verið rætt
við mig og ég hef verið hvattur til
að vekja það til frekari umræðu.
Reyndir flugmenn hafa sagt mér
þá skoðun sína að flugvöllur á
þessum stað myndi verða til
mikils öryggis fyrir allt flug,
innanlands sem utan. Stundum
hafi slík óveður geiað að hvorki
hafi verið lendandi á Kefla-
víkurflugvelli né Akureyrar-
flugvelli og hafi þá flugvélar orðið
að fljúga til Skotlands, en
eldsneytisskortur gæti hindrað
slíkt flug.
Ef flugvöllur væri rétt ofan við
yfirborð sjávar væri loftið þéttara
og burðargeta þessi meiri en á
flugvöllum sem stæðu hærra yfir
sjó og jafnvindi myndi vera mun
meira við Álftanes en á Reykja-
víkurflugvelli vegna hæða
umhverfis völlinn.
Heyrt hef ég þá skoðun setta
fram að í stað Reykjavíkurflug-
vallar eða flugvallar við Álftanes
komi til greina að leggja hrað-
braut á milli höfuðborgar-
svæðisins og Keflavíkurflugvallar,
en jafnframt er mér sagt að
hraðbraut mundi verða það dýr að
byggðin væri raunar of fámenn til
að standa undir þeim gífurlega
kostnaði. Einnig er það álit
margra að vinsælla verði að
flugvöllur yrði við Álftanes,
sérstaklega hvað varðar fólk á
höfuðborgarsvæðinu.
RÝMRI MIÐBORG REYKJAVÍKUR
Því vil ég lítillega geta nokkurra
atriða sem ég skýrði frá í grein er
kom í Morgunblaðinu 4. janúar
1990 varðandi tilfærslu Reykja-
víkurflugvallar.
Samkomulag yrði að nást við
eigendur jarðanna Hliðsness,
35