Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 46
tilgerðarlegt látbragð. En
tilvitnunin er yfirleitt meðvitað
pastiche á stíleinkenni sem eru
menningarleg almenningseign.
RÝMI
Það sem skiptir þó líklega mestu
máli varðar það sem arkitektar
hafa atvinnu af að framleiða -
rými.
Og það hefur orðið athyglisverð
viðhorfsbreyting varðandi
skilning á þessu hugtaki.
Hinn móderni skilningur á rými
byggðist á þrennu:
1. evklíðskri geómetríu (punktur,
lína, plan og rúm)
2. mannlegum hlutföllum og
víddum byggðum á stærðum og
hlutföllum líkamans,
3. og því rými sem afmarkast af
notagildinu, þ.e.a.s. ákveðnar
athafnir afmarka sér rými, eða
athafnarými.
A grundvelli geómetríunnar og
mannlegra hlutfalla er litið á
hlutverk bygginga að laga sig að
og þjóna athafnarýminu, eins og
vél. Það var algengt að lýsa
hlutverki bygginga með því að
líkja þeim við vélar og
verksmiðjur. Verksmiðjan var sú
fyrirmynd sem var höfð í huga við
framleiðslu á rými til að þjóna
athafnarými sem hlutlaus og
eftirlát skel. Og byggingin og þær
athafnir sem þar fara fram áttu að
falla saman eins og vel smurð vél.
Hin moderníska bygging var
lofgjörð til hins erilsama lífs
borgarbúans sem er sífellt að
vinna að einhverju, „framleiða”
lífsgæði og ánægju.
En nú er í auknum mæli farið að
líta á rýmið sem miklu marg-
ræðara fyrirbæri. Það rými sem
skapast af menningu sam-
félagsins, tæknivæðingu
samgangna og boðskipta, sambýli
fólks, og reynslu einstaklingsins,
er marþættara en svo að hið
geómetríska módel dugi til að lýsa
því. Víddirnar þrjár eru vissulega
alltaf til staðar, en eru aðeins ein
(afar gagnleg) forsenda til að lýsa
því - hvernig á að fella „nágrenni”
inn í hnitakerfi? Staðir, umhverfi,
leiðir, sem frá flatarmálsfræðilegu
sjónarmiði eru eins, geta haft
ólíka þýðingu fyrir fólk og þ. a. 1.
haft áhrif á skynjun þess,
umgengni og athafnir. Þessu má
lýsa svo að sambandið milli
flatarmáls-fræðilegrar lýsingar á
rými og félagslegrar skynjunar á
sama rými er í hæsta máta
brigðult. Það er hæpið að segja
fyrir um eitt með því að gefa sér
annað sem forsendu.
Þetta gerir það að verkum að
arkitektinn hefur aldrei algjört
vald á því rými sem hann er að
reyna að framleiða. Það er ekki
hægt að einangra rými nema í
mjög takmörkuðum skilningi.
Rýmið á það til að hlaupa út
undan sér í óvæntar áttir. En
þetta hefur líka orðið til þess að
sumir arkitektar hafa reynt að
brjótast út úr ísómetrísku hugs-
unarmynstri og endurskoða þau
grundvallarprinsíp sem hafa legið
rýmissköpun til grundvallar.
Til að leita nýrra leiða til að lýsa
ólíkum gerðum af rými, þá hefur
m.a. verið lagt til að við þurfum
að læra að lesa borgina, hvers
konar merkingu fólk leggur í sitt
umhverfi og hvernig hinir ýmsu
þættir borgarinnar, stórir sem
smáir, skapa rými merkingu og
búa til það sem mætti kalla
„texta” byggðarinnar. I þessum
tilgangi hafa verið fengin að láni
bæði orðtök og hugmyndir úr
bókmenntafræði, sem hefur verið
í gerjun jafnhliða.
Breski rithöfundurinn Jonathan
Raban er einn þeirra sem hefur
reynt að skoða stórborgina á
nýjan hátt í bók sem heitir Soft
City frá árinu 1974- Hún er
nokkurs konar ferðabók, ekki um
neina tiltekna borg, heldur frekar
stórborgina sem hugarástand og
menningarfyrirbæri.
Borgin býður upp á að láta
endurskapa sig, að láta laga sig að
því formi sem hver og einn getur
lifað í... Borgir eru ólíkar þorpum
að því leyti að þær eru þjálar í
eðli sínu. Við mótum þær í okkar
ímynd, og þær móta okkur vegna
þess viðnáms sem þær veita þegar
við reynum að stimpla okkar eigin
form á þær. Að þessu leyti er það
viss list að lifa í borg, og við
þurfum að tala um það sem list,
eða sem stíl, til að geta lýst því
sérkennilega sambandi milli
manna og efnis sem kemur fram í
þeim óslitna skapandi leik sem
borgarlífið er. Borgin eins og við
ímyndum okkur hana, hin mjúka
borg blekkinga, goðsagna, metn-
aðar, martraða, er raunveruleg,
jafnvel raunverulegri en hin
harða borg sem við staðsetjum á
korti og í tölfræði, eða í félags-
fræðilegum, landafræðilegum og
byggingarlistarlegum
rannsóknum. ■
44