Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 66

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 66
\ Eggið. ^ sland er eyja mynduð í Ieldgosum. Lífið kom yfir eða úr hafinu. Margs konar gerlar, þörungar og bakteríur bárust á land ýmist með vindi eða úr hafinu. Selir og hvalir komu upp að ströndinni og önnur dýr komu á ís. Fuglarnir komu fljúgandi. Fyrstu mannverurnar komu á skipi. Þessa þróun myndgeri ég í einni sjónrænni línu og læt skipið bera lífið á land. Það strandar og bylgjur hafsins kasta því upp í grjótið. Skipið, þ.e.a.s. safnið verður einskonar minnis- merki fyrir þessa þróun. STAÐSETNING OG FORM Safnið er staðsett úti á Seltjarn- arnesi. Það tengir saman haf, land og byggð. Húsinu er valinn staður þar sem nú eru kartöflu' garðar Seltirninga. A stað sem þegar hefur verið vanhelgaður. Hætta er á því að ysti hluti Seltjarnarness, sem nú er að hluta til paradís fugla, verði að hopa fyrir íbúðarbyggð og fuglarnir verði bráð heimiliskatta. Vænlegur kostur að mati höfund- ar er að byggja náttúrugripasafn sem kemur í veg fyrir að íbúðar- byggðin flæði yfir nesið. Safnið með sínum ryðguðu stálplötum verður smám saman eins og hvert 64

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.