Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 72

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 72
1. verðlaun: Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, Ögmundur Skarphéðinsson. Arkitektamir Guðjón Bjarnason og Gunnar Borgarsson hlutu þriðju verðlaun. Þrjár tillögur voru keyptar: tillaga arkitektanna Hauks Viktorssonar, Helga Hjálmarssonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, tillaga Kolbrúnar Ragnarsdóttur arkitekts og tillaga arkitektanna Ragnars Olafssonar og Smára M. Smárasonar. UMSÖGN DÓMNEFNDAR UM ÞÆR TILLÖGUR SEM HLUTU SAMEIGINLEG 1. VERÐLAUN Höfundar: Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA. Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt FAÍ. Aðaláhersla í tillögunni er sambúð byggðar og náttúru, með ríka áherslu á sjálfstæða áfanga uppbyggingar. Aðalsmerki tillögunnar er varfærni og ítarleg úrvinnsla á nýtingu náttúrulegra gæða til útivistar á nesinu. Heildarskipulag byggðar er einfalt og umferðarkerfi skilvirkt og byggir að mestu á óbreyttu aðalgatnakerfi. Landnotkun er góð og fyrirkomulag og gerð stígakerfis í hreppnum eru áhugaverð. Ekki er gerð grein fyrir fyrirkomulagi kirkjugarðs í hreppnum. Aðkoma að forsetasetri er óbreytt, bílastæði sunnan vegar að kirkju er til lýta. Hugmynd að fyrirkomulagi lóðar sunnan móttökusalar mjög áhugaverð. Gönguás milli setursins og miðhverfis er endasleppur. Tillagan gerir best allra tillagna grein fyrir útivist í Bessastaðanesi enda þótt til álita komi fjölbreyttari útivistarmöguleikar án þess að spilla framtfðarnýtingu svæðisins. Erfitt getur reynst að móta heilsteypt yfirbragð á miðbæjarsvæði. Það er fremur gisið, nýting lítil og tekur lítið mið af núverandi byggð. Þó er yfirbragð húsþyrpingar í kjarna svæðisins mjög áhugavert. Greinargerð tillögunnar er til fyrirmyndar og framsetning öll skýr. Tillagan var meðal þeirra, sem teknar voru til sérstakrar umfjöllunar. SAMEIGINLEG 1. VERÐLAUN Höfundar: Batteríið - arkitektar; Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt FAI. Sigurður Einarsson, arkitekt FAÍ. Meginhugmynd tillögunnar er ás, sem liggur þvert yfir Álftanes frá vestri til austurs og tengir saman byggðina í hreppnum, forsetasetrið og Bessastaðanes á áhugaverðan hátt. Fyrirkomulag byggðar og annarrar landnotkunar er mjög gott. Gerð er grein fyrir stígakerfi meðfram strönd- inni í texta sem tengist vel stígakerf- um byggðarinnar. Hugmynd að brúarbyggingu og stjórnsýslu í Bessastaðanesi er áhugaverð, en ekki raunhæf í fyrirsjáanlegri framtíð. Þótt þessi þáttur tillögunnar verði ekki að veruleika, hefur hann engin áhrif á meginþætti tillögunnar að öðru leyti. Ef af brúartengingu verður í 70

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.