Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 81

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 81
framleitt er úr timbri. I fyrsta lagi breytir timbrið sér eftir rakanum sem er í loftinu á hverjum tíma. I öðru lagi byrjar birtan að brjóta viðinn niður frá fyrsta augnabliki sem hún fær að skína á hann beran. I þriðja lagi er viðurinn lífrænt efni sem náttúrunni er ætlað að brjóta niður og því verðum við að verja hann frá því augnabliki sem hann fellur fyrir öxi skógar- höggsmannsins og svo lengi sem við viljum njóta hans. En til þess að sýkingar eða fúi geti myndast t viðnum þarf vatn, súrefni og hita. Þar sem erfitt er að útiloka súrefni og hita er vörnin í því fólgin að gæta þess, að viðurinn fá ekki of mikið af vatni, en það getur maður gert með því að hafa í huga eftirtalin atriði: 1. Velja rétta viðartegund fyrir rétt umhverfi. 2. Timburraki skal vera í samræmi við það umhverfi sem timbrið á að vera í. 3. Fylgj a þarf þe im upplýsingum sem segja hvernig viðurinn á að snúa gegn veðri eða hvernig hann skal unninn. 4. Að viðurinn sé sem mest í skjóli. 5. Að vatn renni frá honum. 6. Að notuð sé droparauf. 7. Að viðurinn sé ekki í snertingu við jörð. 8. Að þess sé gætt að viðurinn sé loftræstur. 9. Að gagnvörn og yfirborðsmeðhöndlun sé unnin á réttum tíma og í samræmi við tæknilegar upplýsingar. Um hvert og eitt af þessum atriðum er hægt að skrifa heilar bækur en þó vil ég nefna níunda liðinn sérstaklega því nýjar rannsóknir hafa sýnt að því fyrr sem þú berð á viðinn eftir vinnslu því betur festist yfirborðsefnið við. Þessu veldur birtan en hún byrjar að brjóta niður viðinn þannig að efsti hluti yfirborðsins verður lausari í sér og viðloðunin versnar fljótt ef ekkert er aðhafst. Eitt er það sem snýr beint að hönnun mannvirkja og verk- efninu „Rétt notkun á timbri” er ætlað að takast á við, en það er styrktarflokkun á timbri og merking á timbrinu þannig að byggingafulltrúar í hverju tilfelli geti séð í hvaða flokki efnið er og hvaðan það kemur. Þetta mun leiða til þess að í staðinn fyrir að eingöngu sé notast við K18 við hönnun þá verði hægt að nota K24 og K30 (sbr. ÍST DS413). I tengslum við verkefnið hefur verið gefið út rit sem heitir sama nafni og verkefnið „Rétt notkun á timbri”. Því er ætlað að auka þekkingu þeirra sem nota timbur, skýra orð og hugtök sem því tengjast og auðvelda notendum valið, hvort sem um er að ræða smíðavið eða vörur unnar úr timbri. Ritinu er fyrst og fremst ætlað að vera uppsláttarrit fyrir þá sem vilja leita upplýsinga um timbur, hvort sem þeir eru hönnuðir, byggingameistarar eða almennir notendur. Ritið skiptist í sjö kafla: 1. kaflinn heitir „Rétt notkun á timbri“ og fjallar um eiginleika grenis og furu sem byggingarefnis, gerð trésins og styrkleika, einnig fylgja með ýmsar tæknilegar upplýsingar því tengdar. 2. kaflinn heitir „Flokkun á timbri” en þar er fjallað um mismuninn á útlitsflokkun og styrkleikaflokkun og hvernig timbur er yfirleitt flokkað hér á landi og annars staðar. 3. kaflinn heitir „Unnið timb- ur” og fjallar um heiti á unnu timbri, stærðum á því og einnig hvernig við getum flokkað gæðin. 4- kaflinn heitir „Límtré og fingrað timbur” en þar er fjallað um límtré, hvernig það er byggt upp og hvernig á að panta það og meðhöndla. 5. kafli heitir „Gagnvarið timbur”, þar er fjallað um gagn- varnaraðferðir og flokka, sýnd notkunarsvið, og tekin dæmi. 6. kafli heitir „Meðhöndlun og geymsla á timbri”. 1 þessum kafla er fjallað um nauðsyn þess að geyma timbur við rétt rakastig og á réttan hátt. I kaflanum er einnig fjallað um heiti á mismun- andi rakastigum timburs eins og t.d. húsþurrt timbur. 7. kaflinn fjallar um plötuefni, þ.e.a.s. krossvið, spónaplötur og trétrefjaplötur. Fjallað er um hvernig þessar plötur eru fram- leiddar, hvaða tegundir eru til hvert er notkunarsvið þeirra og tæknilegir eiginleikar og gæði. Inni í opnu ritsins er laust veggspjald þar sem sýnt er timb- urhús og tekin dæmi um val á efni í einstaka byggingahluta hússins og hvaða gæði á að velja. Einnig eru skýrð orð og hugtök sem oft hafa vafist fyrir mönnum. I framhaldi á þessu riti munu koma fleirri rit um timbur þar sem fjallað verður um afmörkuð svið. Það næsta sem mun koma út mun fjalla um styrkleika- flokkun á timbri. I því riti verður fjallað um hvernig timbur er styrkleikaflokkað og fjallað um einstaka galla í timbri. Er vonast til að þetta framtak muni mælast vel fyrir hjá þeim sem nota timbur eða eru að hugsa um að nota það. Þeir sem hafa áhuga á því að kaupa ritið „Rétt notkun á timbri” geta fengið það hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins, BYKO eða Húsasmiðjunni og kostar það kr. 500.-. ■ 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.