Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 83

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 83
,,GÖT“ olía á striga 175x202 sm. 1991. Mauriee Denis í Dora Vallier; L Art abstrait. París 1980. þakka að formið væri form, þá hafa myndlistarmenn haft jafnvel enn meiri áhuga á bakgrunninum heldur en á forminu (hlutnum) sem á honum situr. Abstraktlistin var m.a. tilraun til að gera hvorttveggja jafn- rétthátt í málverkinu; bakgrunn og form. Þá hafa menn líka reynt að gera hlut bakgrunns meiri með því t.d. að færa hann fram á myndflet- inum, svo hann megi búa í sama rúmi og við sömu skilyrði og formin/ hlutirnir. Sltkar tilraunir hafa allar endað á þann veg að bakgrunnur hefur hætt að vera bakgrunnur og orðið að formi og formið aftur að nýjum bakgrunni. Göt Sigurðar Arna og formrænar samsvaranir þeirra eru ekki hvað síst vangaveltur um þá mótsögn sem felst í skilunum milli forms og bakgrunns á tvívíðum fleti. Málverk Sigurðar Árna eru ekki lengur gluggi að heiminum, heldur gægjugat milli myndflata. Gægjugötin eru þó engan veginn einhlít. Þetta sést vel í verkinu „Göt” frá 1991, sem er eitt þeirra verka er nú hangir uppi í Nútímalistasafninu í París. Það sýnir okkur, líkt og gegnum fortíðarsjónauka, inn í smábúta af draumalandslagi minninganna, þar sem grasið er dýjagrænt, himinninn englablár og vötnin óendanlega djúp. Það ríkir fullkomin kyrrstaða og hreyfingarleysi í málverkinu. Hvergi örlar á pensilfari, enda fæðast formin ekki af litnum, heldur eru litirnir innrammaðir inni í forminu. Þegar betur er að gáð eru götin líklega alls ekki göt. Því málarinn hefur málað skyggingu í kringum þau og gert þau að upphleyptum götum, okkar megin í heiminum. Blckk- ingin er raunar margföld. Fjalla- vatnið óendanlega bláa og djúpa er þegar allt kemur til alls hringmynd, rondó, í hankalausum tebolla sem stendur út úr myndfletinum... I einni andrá eru framkallaðar stórkostlegar sjónhverfingar á léreftsdúknum í anda gömlu forver- anna, í þeirri næstu eru þær afhjúpaðar. Málverk Sigurðar Árna eru að vissu leyti samræður við listasöguna og sögu málverksins. Þau eru ltka rökræður við konseptlistina. Og þau eru viðbót. Það eru í raun engin takmörk fyrir því hvað málara er leyfilegt að gera við form sem hann hefur sjálfur fundið upp. Einkum ef þau eru hrein hugarsmíð. B Auður Ólafsdóttir 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.