Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 84

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 84
MÓTUNARSAGA UNGS ARKITEKTS Á POSTMÓDERNÍSKUM TÍMUM TRYGGVI TRYGGVASON arkitekt Nám mitt hóf ég haustið ’76 á lista- akademíunni í Kaupmannahöfn. I sögu skólans var þetta e.t.v. ekki minnisstæðasta árið en ég var eðlilega upprifinn og hrifnæmur, þótti þetta ákaflega merkilegt ár. Þegar nokkur tími var liðinn fór ég að átta mig betur á umhverf- inu og andrúmsloftinu í borginni og á skólanum. Mynd mín af ástandinu varð smám saman skýrari - við sem grænust vorum urðum betur og betur upplýst af eldri nemendum og kennurum að við hefðum rétt misst af merki- legustu árum mannkynssögunnar, „ ’68 “ byltingunni og breyting- unni sem varð á menntakerfinu. Þá teiknuðu nemar ekki lengur, heldur héldust í hendur, horfðu djúpt í augu hver annars og komust í annarlega byltingar- vímu (sansekursus). Við í mínum árgangi vissum að við myndum aldrei komast upp á þetta æðra svið, en það var þó, að okkur var sagt, til huggun og smyrsl gegn þessari alvarlegu fötlun, „tæt-lav” hét fyrirbærið. Við dreyptum af kaleiknum og margefldumst í trúnni að þarna væri hin sanna sáluhjálp. Nákvæmar uppmælingar af gömlum sveitabæjum og þorpum fiskimanna voru sú merkilegasta tómstundaiðja sem vel uppalinn nemi gat tekið sér fyrir hendur. Hlaut hinn sami náð fyrir augum þeirra sem eldri og reyndari voru, varð næstum því að ’68 barni. Þegar svo langt var náð skaðaði ekki að fjárfesta í þverröndóttri blárri og hvítri sjóarapeysu, Jaccoform skóm sem eru þannig innréttaðir að enginn hæll fylgir í kaupunum heldur vísa tæmar stoltar upp í loft. Hreinræktaðan ’68 ára munaði heldur ekki um að dvelja ein níu ár á skólanum, þeir sem trúaðastir voru fóru létt með tólf árin. Afskaplega þægilegt! Þegar fór að renna upp fyrir mér hverskonar trúboðsstofnun ég var kominn í tæri við var orðið of seint að fara annað, ekkert annað að gera en að halda út. Mikil raun örgeðja og óþolinmóðum ungum manni sem langaði mikið til að frelsa heiminn. Hef ég verið þarna í sporum þúsunda annarra sem var farið að þyrsta í breytingar. Arið '19 kemur út tímamótaverk Charles Jenks, The Language of Post- Modern Architecture, bók þar sem höfundur gaf út dánarvottorð modernismans. Dagsetningin var nákvæm, dagurinn sem Pruitt- 82

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.