Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 86
Model af MFA. Ministry of foreign
affairs Ryadh. Henning Larsen.
Villa með hornglugga. Tage Lyneborg.
Tillaga undir áhrifum frá Venturi.
Tage Lyneborg.
Handelsh0jskolen í Kbh. Henning Larsen.
sláandi einfaldleik. Mér fannst ég
verða að kynnast þessum meistara
og fór á miðju námsári inn á
teiknistofuna þar sem allt sauð og
kraumaði, menn greinilega
ringlaðir yfir velgengninni. Tókst
mér að ná athygli
framkvæmdastjóra sem vantaði
mann strax, og til var ég. Um
fjögura ára bil vann ég þarna
samhliða námi. Þetta var
ótrúlegur skóli, teiknistofa sem er
í fararbroddi og fær fjölda
áhugaverðra verkefna, mitt á
umbrotatímum er kraumandi
suðupottur skoðanaskipta og sá
frjóasti jarðvegur sem ung
arkitektaspíra getur lent í.
Umtalaðasti ungi arkitektinn var
Tage Lyneborg sem þá var
nýbyrjaður sem kennari á
akademíunni. Hann vinnur úr
sínum verkum á mjög danskan
hátt, er sú manngerð sem Danir
eiga blessunarlega nokkra af. Stór
drengur, múrari sem sökkti sér í
tónlist (franskan impressionisma)
og síðan tók hann skrefið í nám
með mýktina og neistann í
augum. Hann segist sjálfur vera
undir áhrifum frá nýklassíkinni og
amerrískum tréarkitektúr. I
verkum hans má lesa hrifningu af
Venturi. Hans arkitektúr er
ljóðrænn og jákvæður,
vinnuaðferð hans er beinskeytt og
leikandi. Hann segir að hann vilji
að hús fái að vera eins og hús á
teikningum barnanna.
Hann hefur að mínu mati haft
mest áhrif á mína kynslóð
arkitekta. Hinn margnota
(ofnota) 45° horngluggi (karnap)
er klárt frá honum kominn.
Hans Hollein hlýtur að koma upp
í hugann þegar um þennan tíma
er fjallað. Það hafði alltaf vakið
forvitni mína hve frjálslega hann
fór með augljósar tilvitnanir í
verkum sínum, ásamt fullkomnu
virðingarleysi fyrir hefðbundinni
efnisnotkun. Vinur minn, sem
hafði unnið á kontór Holleins,
útvegaði mér viðtal við
meistarann sem ég svo heimsótti.
Heimsókn til Vínar opnaði augu
mín fyrir tilurð og grunni
postmódernismans, e.t.v. einhver
skilningur á hinu, hve ríkan þátt
staðbundin einkenni og hefð
84