Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 91

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 91
Þessi grein er endurbirt vegna myndbrengla í síðasta tölublaði. Við biðjumst afsökunar á þessum mistökum. HÚS REYKJAVÍKUR VIÐ ARNARHÓL Mikilvægur hlekkur í bæjarheildinni og mannlífi Miðbæjarins Námsverkefni eftir Auði Hrönn Guömundsdóttur. Verkefniö var unnið við Háskólann í Karlsruhe við „Lehrstuhl fur Gebaudelehre und Entwerfen" undir leiðsögn prófessors Jo Coenen, Eindhoven/Maastricht. Það er algeng sjón að maður upplifi borgarkjarna sem særðar eða heilsuveilar verur og þó að gert hafi verið að sárum þeirra eða drög lögð að þvt, er eins og ekkert eða lítið hafi dregið úr verkj- unum. Þegar skapa á heilsteypta einingu er mikilvægt að gera sér grein fyrir ríkjandi aðstæðum. Rýni maður í miðbæjarheildir kemur yfirleitt í ljós hvernig ýmis áhrif eiga þátt í þvf að móta þær. Helstu áhrifa gætir yfirleitt frá landfræðilegum staðháttum svo og hefðum og stjórnarfarslegum aðstæðum. Hvað varðar miðbæ Reykjavíkur má vel lesa úr bæjarmynd- inni hvernig landfræðilegir staðhættir hafa haft mótandi áhrif. Til dæmis má nefna húsaröðina í Lækjarbrekkunni ásamt Stjórnarráðinu og umgjörð nýja Seðlabankans, sem fylgja fæti holtsins niður við kvosina. Gömlu húsin í Lækjar- brekkunni standa aðeins ofar, en samkvæmt gamalli hefð voru stór tún fyrir framan þau, sem færðu húsin frá læknum, er markar í dag greinileg skil á milli holts og kvosar í formi götu. Eins má nefna sveig Hafnarstrætisins, sem myndaði á fyrstu árum borgarinnar jaðar Miðbæjarins í fjöru Kvos- arinnar, er tengdi holtin í austri og vestri. Stjórnarfarslegar aðstæður, sem mótandi þættir, eru mis- 89

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.