Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 23
er þó mikilvægast að menn skilji
hvernig kostnaður myndast við
húsbyggingar. Menn verða að vita
hvar helst er spamaðar að vænta í
rekstri byggingarfyrirtækja. Það
kostar nýjar rannsóknir. Um árabil
hafa menn stuðst við sundurliðun á
byggingarkostnaði vísitöluhússins
sem er fjórlyft steinsteypt fjöl-
býlishús í Reykjavík með tíu
íbúðum, reist fyrir tveimur ára-
tugum. Skýrslur um notkun bygg-
ingarefnis, vinnutíma og aðra liði,
sem höfðu áhrif á byggingarkostnað
þess, mynda enn reiknigrundvöll
vísitölunnar. Úr sundurliðun
hennar er ekki unnt að lesa mikih
væga kostnaðarþætti. Til dæmis er
ekki unnt að sjá fjármagnskostnað,
stjórnunarkostnað, afskriftir, kost-
nað við markaðssetningu eða eðli-
legan hagnað af rekstri. Ekki kemur
heldur fram hvernig framleiðslu'
kostnaður skiptist í fastan kostnað
og breytilegan. Það eru þó grund-
vallarhugtök í allri framleiðslu.
Fastur kostnaður byggingarfyrir-
tækis er til dæmis laun stjórnenda,
kostnaður við launauppgjör, bók-
hald, skattauppgjör, innheimtu og
líka þætti. Einnig teljast til fasta-
kostnaðar afskriftir af framleiðslu-
tækjum, greiðslur til kaupleigu-
fyrirtækja, húsaleiga og ýmiss annar
kostnaður. Fróðir menn telj a að fasti
kostnaðurinn sé 20%-25% af rekst-
rarkostnaði byggingarfyrirtækja.
Byggingarfyrirtæki verða að beita
öllum ráðum til að lækka fram-
leiðslukostnað. Bætt skipulag,
aukinn framkvæmdahraði, betri
hönnun, aukin stöðlun og notkun
nýrra byggingarefna og aðferða geta
stuðlað aðþví.
Byggingariðnaðinum er vandi á
höndum.Hann verður á fáum árum
að hverfa frá vernduðu viðskipta-
umhverfi og takast á við harða
samkeppni. ■
Uppsetning á Chamberlain bílskúrs-
hurðaopnurum er það auðveld að meðal
handlaginn maður ætti að ráða við hana
á einum eftirmiðdegi.
Chamberlain bílskúrshurðaopnararnir,
sem eru bandarísk hágæðavara, eiga
um 62% markaðarins í USA.
Chamberlain bjóðast nú á einstaklega
góðu verði í flestum byggingavöruverslunum.
CHAMBERLAIIM
i þínum höndum
21