Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 23

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 23
er þó mikilvægast að menn skilji hvernig kostnaður myndast við húsbyggingar. Menn verða að vita hvar helst er spamaðar að vænta í rekstri byggingarfyrirtækja. Það kostar nýjar rannsóknir. Um árabil hafa menn stuðst við sundurliðun á byggingarkostnaði vísitöluhússins sem er fjórlyft steinsteypt fjöl- býlishús í Reykjavík með tíu íbúðum, reist fyrir tveimur ára- tugum. Skýrslur um notkun bygg- ingarefnis, vinnutíma og aðra liði, sem höfðu áhrif á byggingarkostnað þess, mynda enn reiknigrundvöll vísitölunnar. Úr sundurliðun hennar er ekki unnt að lesa mikih væga kostnaðarþætti. Til dæmis er ekki unnt að sjá fjármagnskostnað, stjórnunarkostnað, afskriftir, kost- nað við markaðssetningu eða eðli- legan hagnað af rekstri. Ekki kemur heldur fram hvernig framleiðslu' kostnaður skiptist í fastan kostnað og breytilegan. Það eru þó grund- vallarhugtök í allri framleiðslu. Fastur kostnaður byggingarfyrir- tækis er til dæmis laun stjórnenda, kostnaður við launauppgjör, bók- hald, skattauppgjör, innheimtu og líka þætti. Einnig teljast til fasta- kostnaðar afskriftir af framleiðslu- tækjum, greiðslur til kaupleigu- fyrirtækja, húsaleiga og ýmiss annar kostnaður. Fróðir menn telj a að fasti kostnaðurinn sé 20%-25% af rekst- rarkostnaði byggingarfyrirtækja. Byggingarfyrirtæki verða að beita öllum ráðum til að lækka fram- leiðslukostnað. Bætt skipulag, aukinn framkvæmdahraði, betri hönnun, aukin stöðlun og notkun nýrra byggingarefna og aðferða geta stuðlað aðþví. Byggingariðnaðinum er vandi á höndum.Hann verður á fáum árum að hverfa frá vernduðu viðskipta- umhverfi og takast á við harða samkeppni. ■ Uppsetning á Chamberlain bílskúrs- hurðaopnurum er það auðveld að meðal handlaginn maður ætti að ráða við hana á einum eftirmiðdegi. Chamberlain bílskúrshurðaopnararnir, sem eru bandarísk hágæðavara, eiga um 62% markaðarins í USA. Chamberlain bjóðast nú á einstaklega góðu verði í flestum byggingavöruverslunum. CHAMBERLAIIM i þínum höndum 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.