Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 25
stjórnin á grundvelli upplýsinga um
byggingarkostnað félagslegra íbúða
á árinu 1991.
Lög um félagslegar íbúðir gera ráð
fyrir að framkvæmdaaðilar leiti eftir
hagkvæmasta byggingarkostnaði.
Húnæðismálastjórn skilgreinir
hvaða kröfur eru gerðar til
félagslegra íbúða bæði varðandi
kostnað og gæði. Það er hins vegar
undir framkvæmdaaðilunum komið
að leita þeirra leiða sem fara þarf til
að uppfylla þær kröfur sem gerðar
eru á hverjum tíma. Félagslega
húsnæðislánakerfið hefur því veru-
leg áhrif á þróun byggingarkostn-
aðar hér á landi.
HÚSBRÉFAKERFIÐ
í húsbréfakerfinu eru engin við-
miðunarmörk fyrir byggingar-
kostnað sambærileg við
viðmiðunarmörkin í félagslega
kerfinu. Umsækjendur um hús-
bréfalán geta byggt hvernig íbúðir
sem þeir vilj a. Þær mega þess vegna
vera dýrar, ef umsækjendur óska
þess. Eina skilyrðið sem umsækj-
endur um húsbréfalán þurfa að
uppfylla er að geta sýnt fram á að
þeir geti staðið undir fyrirhugaðri
fjárfestingu. Hámarkslán getur
numið allt að 65 % af byggingar-
kostnaði, þó aldrei hærri fjárhæð
en 6 millj. kr. Ahrif húsbréfa-
kerfisins á þróun byggingar-
kostnaðar eru hins vegar þrátt fyrir
allt töluverð samanber eftirfarandi.
Með tilkomu húsbréfakerfisins
hefur ráðgjöf varðandi byggingar-
kostnað, greiðslubyrði og greiðslu-
getu aukist til muna frá því sem
áður var. Þó svo að slíka ráðgjöf
þurfi eflaust að auka enn frekar.
Umsækj endur um húsbréfalán þurfa
að sækja urn sérstakt greiðslumat
hjá lánastofnunum áður en hafist er
handa við fyrirhugaða húsbyggingu,
ef viðkomandi ætlar að notfæra sér
húsbréfakerfið til fjármögnunar á
byggingunni. Það er því liðin tíð að
húsbyggjendur geti hafist handa við
húsbyggingu upp á von og óvon,
það verður að liggja fyrir við upphaf
framkvæmda hvernig viðkomandi
húsbyggjandi ætlar að fjármagna
bygginguna. Þannig er óbeint hvatt
til hagkvæmra byggingahátta í
húsbréfakerfinu og væntanlega til
lækkunarábyggingarkostnaði. Það
er hinsvegar undir húsbyggjendum
sjálfum komið hvort svo verður í
raun eða ekki.
LÁN EÐA STYRKIR TIL
TÆKNINÝJUNGA OG
ANNARRA UMBÓTA í
BYGGINGARIÐNAÐI
Heimilt hefur verið að veita lán eða
styrki til tækninýjunga í
byggingariðnaði úr Byggingarsjóði
ríkisins. Fá lán eða styrkir voru veitt
fyrr en frá og með breytingu sem
gerð var á lögum um Húsnæðis-
stofnunina vorið 1991 varðandi
þetta atriði. Þá var heimilað að
veita lán eða styrki til tækninýj unga
og annarra umbóta í byggingar-
iðnaði. Frá því þessi breyting var
gerð hefur húsnæðismálastj órn lagt
rneiri áherslu á þennan þátt í
starfsemi stofnunarinnar en áður.
Nú er auglýst sérstaklega eftir unv
sóknum um fyrirgreiðslu úr þessum
lánaflokki. Þannig eru þeir sem
vinna að tækninýjungum og öðrum
umbótum í byggingariðnaði hvattir
til að gera grein fyrir hugmyndum
sínum.
Áárinu 1991 veittihúsnæðismála-
stjórn styrki til 5 verkefna á sviði
tækninýjunga og annarra umbóta í
byggingariðnaði. Styrkir þessir voru
samtals að fjárhæð 4,48 millj. kr. I
júní síðastliðnum samþykkti
húsnæðismálastjórn úthlutun úr
þessum lánaflokki fyrir yfirstand-
andi ár, samtals að fjárhæð 13,75
millj. kr. vegna 12 verkefna. Sú
nýbreytni var tekin upp, að hluti
þeirra verkefna sem voru samþykkt
verður fjármagnaður í samvinnu
stofnunarinnar og Rannsóknaráðs
ríkisins, eða 6 samþykkt verkefni,
samtals að fjárhæð 4,65 millj. kr.
Þau verkefni á sviði tækninýjunga
og annarra umbóta í byggingar-
iðnaði sem hafa verið styrkt, eru
jafn-fjölbreytileg og fjöldi þeirra
segir til um. Hvort þessi verkefni
eiga eftir að leiða til þeirrar þróunar
í byggingariðnaði sem vonast er til,
á eftir að koma í ljós. Sum þessara
verkefna munu e.t.v. hafa áhrif á
þróun byggingarkostnaðar hér á
landi í framtíðinni.
Á Húsnæðisstofnun ríkisins er ekki
unnið að sérstökum verkefnum er
varða byggingarkostnað íbúðar-
húsnæðis. Af því sem hér hefur
verið rakið má hins vegar lj óst vera,
að áhrif stofnunarinnar á þróun
byggingarkostnaðar eru þó nokkur,
jafnt fyrir tilstuðlan lánastarfsemi
stofnunarinnar sem og vegna sér-
stakra lána eða styrkja til tækni-
nýjunga og annarra umbóta í bygg-
ingariðnaði. ■
23