Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Síða 31

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Síða 31
HUGLEIÐINGAR UM BYGGINGARKOSTNAÐ BENEDIKT JÓNSSON VERKFRÆÐINGUR RANNSÓKNARSTOFNUN BYGGINGARIÐNAÐARINS. Er byggingarkostnaður of hár á Islandi - er hann sú byrði sem er að sliga þjóðfélagið? Er bygg- ingarkostnaður hérlendis við sam- bærilegt hús jafn miklu hærri hér og t.d. gallabuxur og matvæli þegar miðað er við Edinborgarverð? Með öðrum orðum: er kostnaður við byggingar hérlendis enn eitt dæmið um langtum hærra verðlag á íslensk- um markaði en þekkt er annars staðar? Samanburður á byggingarkostnaði eftir löndum er flókinn; mismun- andi kröfur eru gerðar til bygginga varðandi styrk, einangrun o.fl. - og einnig til stærðar og frágangs á íbúðum. Ef litið er á öfgarnar sjáum við moldarkofa í Afríku og stein- steypt hús á Islandi. Þar fæst enginn raunhæfur samanburður. Mér vitanlega hefur aldrei verið kannað sérstaklega hvar við stönd- um varðandi byggingarkostnað ef hús af okkar gæðum væru byggð í öðrum löndum. Samkvæmt mjög takmörkuðum gögnum sýnist mér þó að byggingarkostnaður hér sé á áþekku stigi, ef ekki lægri, miðað við sambærileg íbúðarhús og t.d. gerist í Noregi eða Svíþjóð. Ef við viljum vita stöðu okkar miðað við aðra verðum við auðvitað að vera tilbúnir til að eyða peningum og tíma í að kanna það nánar. Að öðrum kosti drögumst við aftur úr. En það er ekki byggingarkostnaður- inn einn sem máli skiptir - það sem skiptir mestu er getan til að eignast bygginguna. Ef við kaupum galla- buxurnar og matinn á þreföldu verði, og höfum e.t.v. lakari laun að auki, er að sjálfsögðu minna eftir til að eyða í bygginguna. Það þýðir kannski í raun að við þurfum að lækka byggingarkostnaðinn til samræmis við greiðslugetu kaup- andans. Eg leyfi mér að varpa fram þeirri spurningu hvort það nálgist ekki óskhyggju að halda, að meðan verðlag hér er við hærri mörk þess sem þekkist, getum við tekið eina atvinnugrein út úr heildinni og ætlað henni að framleiða sam- bærilega vöru ódýrar en býðst í öðrum löndum. Við verðum að telja það atvinnugreininni til framdráttar geti hún við þessar aðstæður framleitt vöruna á svipuðu verði og þekkist annars staðar. En eins og ég sagði höfum við takmarkaðar upplýsingar til að byggja á samanburð. Ef leitað er leiða til að lækka byggingarkostnað, gildir jafnt fyrir byggingariðnað og annan rekstur að eðlileg rekstrarskilyrði og hæfileg samkeppni innan greinar- innar eru best til þess fallin að tryggja lágmarkskostnað miðað við þau gæði sem sóst er eftir. Hvatinn til að lækka kostnað kemur þá frá fyrirtækj um í greininni sj álfiri ef þau standa frammi fyrir því vali að framleiða ódýrar eða selja ekki ella. Byggingar eru seldar á frjálsum markaði, framboð og eftirspurn ræður verði. Ef þensla er í byggingar- iðnaði, þ.e. mikil eftirspurn, eru líkur á að söluverðið sé verulega yfir byggingarkostnaði. A samdráttar- tímum er líklegt að verðið sé nær framleiðslukostnaði. Þekking á byggingarkostnaði er eina raunhæfa aðhaldið sem neytandinn getur veitt. Ef hann veit framleiðsluverð íbúðarinnar gefur það honum sterkari samningsaðstöðu gagnvart seljandanum. Því er mikilvægur liður í lækkun á húsnæðiskostnaði að upplýsa húskaupendur um markaðsverð fasteigna og líklegan kostnað við gerð sambærilegra húsa og þeir hyggjast kaupa eða byggja. Það svigrúm sem er til lækkunar á kostnaði við núverandi byggingar- aðferðir er vel þekkt: einföldun á byggingarlagi, betri efnisnýting, fullnýting á styrk burðareininga, hagræðing og skipulagning við framkvæmdirogfjármögnun, ásamt lækkun launa- og efniskostnaðar “En það er ekki byggingarkostnaðurinn einn sem máli skiptir - það sem skiptir mestu er getan tii að eignast bygginguna.” 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.